Fleiri fréttir Sjálfsmorðsárás varð 35 að bana Að minnsta kosti 35 sjía-pílagrímar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í gær, að sögn yfirvalda þar í borg. Sextíu manns hið minnsta slösuðust í sprengingunni sem varð á Kadhimiya-svæðinu, þar sem pílagrímar höfðu safnast saman fyrir helgiathöfn. Mörg fórnarlambanna voru konur og börn. 5.1.2009 03:00 Þurfum sértækar aðgerðir í kreppunni Umhverfisráðherra er ekki ósátt við ákvörðun iðnaðarráðherra um að láta staðfesta fjárfestingasamning vegna allt að 360.000 tonna álvers í Helguvík. 5.1.2009 03:00 Landhelgisgæslan kom strandaglópum til bjargar Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan átta í kvöld tilkynning frá mótorbátnum Moniku GK-136, sem er 9,7 brúttótonna mótorbátur, um að báturinn væri strandaður með þrjá menn um borð við sjóvarnargarðinn í Innri-Njarðvík. 4.1.2009 00:01 Harma niðurskurð sem bitnar á bágstöddum Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þann niðurskurð sem gerður hefur verið þvert á hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú undir kvöld. 4.1.2009 00:01 Blekkingar á útsölu Nú flykkjast menn á útsölur en ekki eru allir jafn sáttir, dæmi eru um að vörur séu dýrari á útsölu en þær voru nýjar. Lóa Pind Aldísardóttir rýndi í verðmiða á útsöluvörum. 4.1.2009 18:30 Seinheppinn poppþjófur Lögreglan í borginni Sacramento í Kaliforníu handtók á nýársdag afar seinheppinn innbrotsþjóf. 4.1.2009 20:00 Hér verða allir að sitja við sama borð Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóra Samtaka Iðnaðarins segir að því verði ekki unað ef afgreiða eigi vanda einnar atvinnugreinar eða einstakra fyrirtækja með öðrum hætti eða á kostnað annarra. Hér verði allir að sitja við sama borð. 4.1.2009 19:20 Loðnu leitað næstu daga Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson og þrjú loðnuskip eru lögð upp í leitarleiðangur umhverfis Ísland í von um að bjarga milljarða loðnuvertíð. 4.1.2009 19:19 Tugir barna hafa látið lífið á Gaza Harðir bardagar hafa geysað á Gazaströndinni síðasta sólarhring og er manntjón mikið. Tugir barna hafa látið lífið frá því átökin hófust fyrir níu dögum. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra og fer ástandið sífellt versnandi. 4.1.2009 18:59 Óttast að málshöfðunin sé að klúðrast Indefence hópurinn sakar íslensk stjórnvöld um sinnuleysi og doða í undirbúningi málshöfðunar gegn breska ríkinu og óttast að málið sé að klúðrast. Frestur Kaupþings til að höfða mál rennur út eftir þrjá daga. Talsmaður hópsins segir það amlóðaskap af ríkisstjórninni ef hún ætlar að láta sér þetta tækifæri úr greipum ganga. 4.1.2009 18:30 Skiljið klósettsetuna eftir uppi Sá fjöldi fullorðinna karlmanna sem á í erfiðleikum með að loka klósettsetunni virðist hafa unnið fullnaðarsigur. Ástæðan er velferð lítilla drengja. 4.1.2009 18:29 Óttast um eiganda bifreiðar Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu er að svipast um eftir bifreiðinni UZ-654 , Volswagen Transporter árgerð 1994. 4.1.2009 17:56 Yfirlýsing frá stjórn VR Stjórn VR senda frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Lúðvík Lúðvíksson félagsmaður hefur látið falla að undanförnu. Þar segir meðal annars að sá sem býður sig til formennsku og vill stýra 28 þúsund manna félagi verði að vera ljóst hann verður að treysta á eigin burði til þess að kynna sér lög og reglur. Lúðvík hefur farið fyrir hópi sem boðað hefur mótframboð til stjórnar VR. 4.1.2009 17:48 Ökumaðurinn beittur hjartahnoði - búið að opna Hellisheiði Þrír bílar fóru útaf á svipuðum tíma á Suðurlandsvegi um fjögur leytið í dag. Tveir bílar fóru útaf á Hellisheiði og einn í Þrengslunum. Ökumaður annars bílsins á Hellisheiði var á leið austur og slasaðist alvarlega. Mikil mildi þykir að kona sem var á leið til Reykjavíkur og fór útaf hafi labbað frá flakinu. 4.1.2009 17:11 Segir Ingibjörgu Sólrúnu vinna gegn ESB umsókn Ármann Kr. Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vinna gegn umsókn að Evrópusambandinu. Hann segir formann Samfylkingarinnar hafa vægast sagt átt furðulegt útspil í umræðunni og halda mætti að hún væri helsti andstæðingur inngöngu í sambandið. 4.1.2009 15:30 Hafa áhyggjur af stöðu Icesave málsins Samtökin In Defence of Iceland (indefence.is) hafa undanfarna mánuði barist fyrir því að leiðrétta ímynd Íslands í útlöndum og verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar. Í ljósi alvarlegrar stöðu Icesave málsins boða samtökin til blaðamannafundar til að ræða stöðuna í milliríkjadeilu Íslands og Bretlands. 4.1.2009 14:08 Fordæmir innrás Ísraelshers á Gaza Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir innrás Ísraelshers á Gazaströndina sem getur aldrei annað en beinst að saklausum íbúum sem eru varnalausir, innilokaðir og hafa skipulega verið sviptir aðgangi að nauðþurftum. 4.1.2009 13:05 Kannabismaðurinn játar Maðurinn sem handtekinn var í gær eftir að lögreglan þefaði uppi umfangsmikla kannabisræktun í bílskúr í Breiðholti hefur verið sleppt. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði maðurinn að eiga umræddar plöntur og búnað. Hann sagðist hafa verið einn að verki. 4.1.2009 12:23 Fjórir létust í jarðskjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti fjórir létust og mikið tjón varð á mannvirkjum þegar jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter varð um 150 kílómetra norður af ströndum Vestur-Papú á Indónesíu í gærkvöldi. 4.1.2009 11:56 Samfylkingin stillir okkur ekkert upp við vegg Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óeðlilegt að Samfylkingin reyni að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir flokkinn ekki ætla að láta stilla sér upp við vegg með hótunum um stjórnarslit verði stefnu flokksins ekki breytt í evrópumálum. Sigurður segir andstöðu við evrópusambandið hafa aukist innan flokksins. 4.1.2009 11:35 Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni Biskup Íslands vígir cand. theol. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur, sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Bíldudals- og Táknafjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi og Gunnar Einar Steingrímsson, sem kallaður hefur verið til djáknaþjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Dómkirkjunn í dag. 4.1.2009 11:30 Afskrifa þarf skuldir í sjávarútvegi Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir öruggt mál að afskrifa þurfi hluta af skuldum í sjávarútvegi. Hann segir aldrei hægt að koma því þannig fyrir að jafnt gangi yfir alla en vill að megin línan verði sú að menn njóti sama réttar. Hann segir bankana hafa valdið sér vonbrigðum. Þeir vinni of hægt og málin þurfi að klára sem fyrst. Óvissa sé slæm. 4.1.2009 11:03 Flugeldaverksmiðja sprakk í Kína Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar flugeldaverksmiðja í austurhluta Kína sprakk í loft upp í morgun. Sextán manneskjur voru í verskmiðjunni þegar slysið átti sér stað. 4.1.2009 10:18 Jarðskjálftahrina í Krýsuvík Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Krýsuvík undanfarna sólarhringa, en þó hafa engir stórir skjálftar fylgt hrinunni. Þannig hafa yfir fimmtíu skjálftar mælst þar frá því á miðnætti, flestir um eða innan við eitt stig, en sá öflugasti mældist 2,2 stig. 4.1.2009 10:15 Harðir bardagar á Gazaströndinni í nótt Harðir bardagar hafa geysað á Gazaströndinni í nótt og í morgun milli Ísraelshers og Hamas liða. Ísraelsmenn réðust yfir landamærin í gærkvöldi eftir miklar loft- og stórskotaliðsárásir. 4.1.2009 10:11 Skaut móður sína eftir rifrildi um heimilisstörf Dómstóll í Arizonafylki í Bandaríkjunum dæmdi í gær 12 ára gamlan pilt sekan fyrir að hafa myrt móður sína. Drengurinn skaut móður sína átta sinnum með skammbyssu eftir að hafa rifist við hana um heimilisstörf. 4.1.2009 10:03 Ökumenn varaðir við þoku Vegagerðin varar við þoku sem byrgir ökumönnum sýn á þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur. Þannig er þoka á Reykjanesi, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Einnig hefur þoka legið yfir Reykjavíkursvæðinu í morgun og skyggni verið niður í nokkra tugi metra. 4.1.2009 09:44 Rólegheit hjá helstu lögregluembættum landsins Landsmenn byrja árið með rólegasta móti. Þrátt fyrir skemmtanahald víða um land komu ekki upp nein stórvægileg mál hjá helstu lögregluembættum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu var nánast ekkert að gera hjá lögreglunni sem fór í nokkur hefðbundin útköll. Tveir gista þó fangageymslur fyrir ölvun. 4.1.2009 09:24 Opið í Hlíðarfjalli og á Dalvík Opið verður á skíðasvæðunum á Dalvík og í Hlíðarfjalli á Akureyri til kukkan 16:00 í dag. 4.1.2009 09:09 Einkennileg hugmynd um alþingiskosningar „Þetta hlýtur að vera úthugsað hjá þeim en þessi afstaða formanns Samfylkingarinnar er samt einkennileg,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um þá tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að kosið verði til Alþingis samfara hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 4.1.2009 09:00 Ekki lög um þjóðaratkvæði Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 4.1.2009 08:00 Vilja veiða hafbeitarlax að vetrarlagi Ritstjórn veiðivefsins votnogveidi.is telur að leyfa eigi vetrarveiði í þeim ám sem byggja á hafbeitarlaxi. 4.1.2009 04:30 Tvær pitsur frá McCain í bann Heildsölufyrirtækinu Dreifingu hf. hefur verið gert að innkalla og hætta sölu á tveimur tegundum af pitsum frá framleiðandanum McCain vegna notkunar á aukaefninu E 541. Um er að ræða McCain Pizza Crescendo Rising Crust Pizza 4 Cheese og McCain Pizza Crescendo Rising Crust Pizza Pepperoni. 4.1.2009 04:00 Mikill fjöldi sótti útsölur Nokkur örtröð skapaðist í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind um miðjan dag í gær en þá hófust hinar árlegu janúarútsölur í verslunum. Áttu margir gestir miðstöðvanna í erfiðleikum með að finna bílastæði vegna mikils fjölda bíla. 4.1.2009 03:45 Þúsundir mótmæla árásum Tugþúsundir mótmæltu vikulöngum árásum Ísraelshers gegn Hamas-liðum á Gazasvæðinu víða í stórborgum Evrópu í gær og þrýstu á ráðamenn að þeir beiti sér fyrir því að vopnahlé verði gert. 4.1.2009 02:00 Eldur í ruslagámi við Hótel Borg Eldur kom upp í ruslagámi í porti við hlið Hótel Borgar við Austurvöll nú í kvöld. Slökkvibíll mætti á svæðið og er búinn að slökkva eldinn. Einnig mætti lögreglan á svæðið en um sama port er að ræða og mótmælendur söfnuðust saman í mótmæltu Kryddsíld Stöðvar 2 á Gamlársdag. 4.1.2009 00:01 Hellisheiði lokuð vegna bílslyss Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um bílslys í Hveradalabrekku á Hellisheiði fyrir stundu. Slysið er til móts við Skíðaskálann en ekki er vitað um meiðsl á fólki en slysið mun vera alvarlegt. 4.1.2009 16:02 Undirbjuggu leit að tveimur stúlkum Farið var að óttast um tvö stúlkubörn sem ekki skiluðu sér heim að bæ í Lundarreykjadal í Borgarfirði fyrir myrkur í dag. 3.1.2009 21:00 Bandarískir hermenn skutu á íraska sjónvarpskonu Írösk sjónvarpsfréttakona sem særðist eftir að bandarískir hermenn skutu á hana á nýársdag segir að hermennirnir hafi ekki gefið út neina viðvörun áður en þeir hófu skothríðina. 3.1.2009 20:30 Skutu námsmann í nasistabúningi Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum sætir nú harðri gagnrýnni eftir að hún skaut ungan námsmann til bana á nýársdag. Maðurinn þótti ógnvekjandi þar sem hann var klæddur í þýskan hermannabúning frá tímum seinni heimstyrjaldar en vinir og ættingar segja að hann hafi einungis klætt sig upp í tilefni áramótanna. 3.1.2009 20:00 Össur sáttur með Skaupið Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist hafa verið gríðarlega hrifinn af Skaupin sem var brilljant, angandi af ferskleika og fyndni, og fullt af því sem íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, kallar leikgleði. Sérstaklega hafði Össur gaman af Ilmi Kristjánsdóttur sem túlkaði Gísla Martein Baldursson. 3.1.2009 19:30 Auknar líkur á kosningum næsta vor Líkurnar á því að boðað verði til Alþingiskosninga næsta vor hafa aukist stórlega eftir yfirlýsingar forsætisráðherra um að halda skuli tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um Evrópusambandsaðild. Vinstri grænir vilja að næsta ríkisstjórn verði rauðgræn. 3.1.2009 18:30 Reyksprengja fyrir utan Stjórnarráðið Reyksprengja var sprengd fyrir utan Stjórnarráðið nú síðdegis. Í sprengjunni var saltpétur og sykur eða samskonar blanda og notuð var í aðgerðum mótmælenda við Hótel Borg á gamlársdag. 3.1.2009 18:26 Gæludýrin finna fyrir kreppunni í Bretlandi Alheimskreppan tekur á sig ýmsar óhugnanlegar myndir. Í Bretlandi færist það nú í vöxt að fólk skilji gæludýrin sín eftir út á víðavangi þar sem það hefur ekki lengur efni á því að fæða þau. 3.1.2009 20:30 Kemur ekki til greina að við borgum Icesave Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur lýst þeirri skoðun sinni að það komi ekki til greina að þjóðin beri kostnað af skuldbindingum bankana vegna icesave. Hann segir að þjóðin geti það ekki. Til þess gæti komið að einungis vaxtakostnaður þjóðarinnar næmi um 130 milljörðum á ári af óreiðuskuldum banka sem áttu að heita í einkaeigu. 3.1.2009 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Sjálfsmorðsárás varð 35 að bana Að minnsta kosti 35 sjía-pílagrímar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í gær, að sögn yfirvalda þar í borg. Sextíu manns hið minnsta slösuðust í sprengingunni sem varð á Kadhimiya-svæðinu, þar sem pílagrímar höfðu safnast saman fyrir helgiathöfn. Mörg fórnarlambanna voru konur og börn. 5.1.2009 03:00
Þurfum sértækar aðgerðir í kreppunni Umhverfisráðherra er ekki ósátt við ákvörðun iðnaðarráðherra um að láta staðfesta fjárfestingasamning vegna allt að 360.000 tonna álvers í Helguvík. 5.1.2009 03:00
Landhelgisgæslan kom strandaglópum til bjargar Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan átta í kvöld tilkynning frá mótorbátnum Moniku GK-136, sem er 9,7 brúttótonna mótorbátur, um að báturinn væri strandaður með þrjá menn um borð við sjóvarnargarðinn í Innri-Njarðvík. 4.1.2009 00:01
Harma niðurskurð sem bitnar á bágstöddum Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þann niðurskurð sem gerður hefur verið þvert á hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú undir kvöld. 4.1.2009 00:01
Blekkingar á útsölu Nú flykkjast menn á útsölur en ekki eru allir jafn sáttir, dæmi eru um að vörur séu dýrari á útsölu en þær voru nýjar. Lóa Pind Aldísardóttir rýndi í verðmiða á útsöluvörum. 4.1.2009 18:30
Seinheppinn poppþjófur Lögreglan í borginni Sacramento í Kaliforníu handtók á nýársdag afar seinheppinn innbrotsþjóf. 4.1.2009 20:00
Hér verða allir að sitja við sama borð Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóra Samtaka Iðnaðarins segir að því verði ekki unað ef afgreiða eigi vanda einnar atvinnugreinar eða einstakra fyrirtækja með öðrum hætti eða á kostnað annarra. Hér verði allir að sitja við sama borð. 4.1.2009 19:20
Loðnu leitað næstu daga Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson og þrjú loðnuskip eru lögð upp í leitarleiðangur umhverfis Ísland í von um að bjarga milljarða loðnuvertíð. 4.1.2009 19:19
Tugir barna hafa látið lífið á Gaza Harðir bardagar hafa geysað á Gazaströndinni síðasta sólarhring og er manntjón mikið. Tugir barna hafa látið lífið frá því átökin hófust fyrir níu dögum. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra og fer ástandið sífellt versnandi. 4.1.2009 18:59
Óttast að málshöfðunin sé að klúðrast Indefence hópurinn sakar íslensk stjórnvöld um sinnuleysi og doða í undirbúningi málshöfðunar gegn breska ríkinu og óttast að málið sé að klúðrast. Frestur Kaupþings til að höfða mál rennur út eftir þrjá daga. Talsmaður hópsins segir það amlóðaskap af ríkisstjórninni ef hún ætlar að láta sér þetta tækifæri úr greipum ganga. 4.1.2009 18:30
Skiljið klósettsetuna eftir uppi Sá fjöldi fullorðinna karlmanna sem á í erfiðleikum með að loka klósettsetunni virðist hafa unnið fullnaðarsigur. Ástæðan er velferð lítilla drengja. 4.1.2009 18:29
Óttast um eiganda bifreiðar Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu er að svipast um eftir bifreiðinni UZ-654 , Volswagen Transporter árgerð 1994. 4.1.2009 17:56
Yfirlýsing frá stjórn VR Stjórn VR senda frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Lúðvík Lúðvíksson félagsmaður hefur látið falla að undanförnu. Þar segir meðal annars að sá sem býður sig til formennsku og vill stýra 28 þúsund manna félagi verði að vera ljóst hann verður að treysta á eigin burði til þess að kynna sér lög og reglur. Lúðvík hefur farið fyrir hópi sem boðað hefur mótframboð til stjórnar VR. 4.1.2009 17:48
Ökumaðurinn beittur hjartahnoði - búið að opna Hellisheiði Þrír bílar fóru útaf á svipuðum tíma á Suðurlandsvegi um fjögur leytið í dag. Tveir bílar fóru útaf á Hellisheiði og einn í Þrengslunum. Ökumaður annars bílsins á Hellisheiði var á leið austur og slasaðist alvarlega. Mikil mildi þykir að kona sem var á leið til Reykjavíkur og fór útaf hafi labbað frá flakinu. 4.1.2009 17:11
Segir Ingibjörgu Sólrúnu vinna gegn ESB umsókn Ármann Kr. Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vinna gegn umsókn að Evrópusambandinu. Hann segir formann Samfylkingarinnar hafa vægast sagt átt furðulegt útspil í umræðunni og halda mætti að hún væri helsti andstæðingur inngöngu í sambandið. 4.1.2009 15:30
Hafa áhyggjur af stöðu Icesave málsins Samtökin In Defence of Iceland (indefence.is) hafa undanfarna mánuði barist fyrir því að leiðrétta ímynd Íslands í útlöndum og verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar. Í ljósi alvarlegrar stöðu Icesave málsins boða samtökin til blaðamannafundar til að ræða stöðuna í milliríkjadeilu Íslands og Bretlands. 4.1.2009 14:08
Fordæmir innrás Ísraelshers á Gaza Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir innrás Ísraelshers á Gazaströndina sem getur aldrei annað en beinst að saklausum íbúum sem eru varnalausir, innilokaðir og hafa skipulega verið sviptir aðgangi að nauðþurftum. 4.1.2009 13:05
Kannabismaðurinn játar Maðurinn sem handtekinn var í gær eftir að lögreglan þefaði uppi umfangsmikla kannabisræktun í bílskúr í Breiðholti hefur verið sleppt. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði maðurinn að eiga umræddar plöntur og búnað. Hann sagðist hafa verið einn að verki. 4.1.2009 12:23
Fjórir létust í jarðskjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti fjórir létust og mikið tjón varð á mannvirkjum þegar jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter varð um 150 kílómetra norður af ströndum Vestur-Papú á Indónesíu í gærkvöldi. 4.1.2009 11:56
Samfylkingin stillir okkur ekkert upp við vegg Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óeðlilegt að Samfylkingin reyni að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir flokkinn ekki ætla að láta stilla sér upp við vegg með hótunum um stjórnarslit verði stefnu flokksins ekki breytt í evrópumálum. Sigurður segir andstöðu við evrópusambandið hafa aukist innan flokksins. 4.1.2009 11:35
Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni Biskup Íslands vígir cand. theol. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur, sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Bíldudals- og Táknafjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi og Gunnar Einar Steingrímsson, sem kallaður hefur verið til djáknaþjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Dómkirkjunn í dag. 4.1.2009 11:30
Afskrifa þarf skuldir í sjávarútvegi Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir öruggt mál að afskrifa þurfi hluta af skuldum í sjávarútvegi. Hann segir aldrei hægt að koma því þannig fyrir að jafnt gangi yfir alla en vill að megin línan verði sú að menn njóti sama réttar. Hann segir bankana hafa valdið sér vonbrigðum. Þeir vinni of hægt og málin þurfi að klára sem fyrst. Óvissa sé slæm. 4.1.2009 11:03
Flugeldaverksmiðja sprakk í Kína Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar flugeldaverksmiðja í austurhluta Kína sprakk í loft upp í morgun. Sextán manneskjur voru í verskmiðjunni þegar slysið átti sér stað. 4.1.2009 10:18
Jarðskjálftahrina í Krýsuvík Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Krýsuvík undanfarna sólarhringa, en þó hafa engir stórir skjálftar fylgt hrinunni. Þannig hafa yfir fimmtíu skjálftar mælst þar frá því á miðnætti, flestir um eða innan við eitt stig, en sá öflugasti mældist 2,2 stig. 4.1.2009 10:15
Harðir bardagar á Gazaströndinni í nótt Harðir bardagar hafa geysað á Gazaströndinni í nótt og í morgun milli Ísraelshers og Hamas liða. Ísraelsmenn réðust yfir landamærin í gærkvöldi eftir miklar loft- og stórskotaliðsárásir. 4.1.2009 10:11
Skaut móður sína eftir rifrildi um heimilisstörf Dómstóll í Arizonafylki í Bandaríkjunum dæmdi í gær 12 ára gamlan pilt sekan fyrir að hafa myrt móður sína. Drengurinn skaut móður sína átta sinnum með skammbyssu eftir að hafa rifist við hana um heimilisstörf. 4.1.2009 10:03
Ökumenn varaðir við þoku Vegagerðin varar við þoku sem byrgir ökumönnum sýn á þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur. Þannig er þoka á Reykjanesi, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Einnig hefur þoka legið yfir Reykjavíkursvæðinu í morgun og skyggni verið niður í nokkra tugi metra. 4.1.2009 09:44
Rólegheit hjá helstu lögregluembættum landsins Landsmenn byrja árið með rólegasta móti. Þrátt fyrir skemmtanahald víða um land komu ekki upp nein stórvægileg mál hjá helstu lögregluembættum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu var nánast ekkert að gera hjá lögreglunni sem fór í nokkur hefðbundin útköll. Tveir gista þó fangageymslur fyrir ölvun. 4.1.2009 09:24
Opið í Hlíðarfjalli og á Dalvík Opið verður á skíðasvæðunum á Dalvík og í Hlíðarfjalli á Akureyri til kukkan 16:00 í dag. 4.1.2009 09:09
Einkennileg hugmynd um alþingiskosningar „Þetta hlýtur að vera úthugsað hjá þeim en þessi afstaða formanns Samfylkingarinnar er samt einkennileg,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um þá tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að kosið verði til Alþingis samfara hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 4.1.2009 09:00
Ekki lög um þjóðaratkvæði Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 4.1.2009 08:00
Vilja veiða hafbeitarlax að vetrarlagi Ritstjórn veiðivefsins votnogveidi.is telur að leyfa eigi vetrarveiði í þeim ám sem byggja á hafbeitarlaxi. 4.1.2009 04:30
Tvær pitsur frá McCain í bann Heildsölufyrirtækinu Dreifingu hf. hefur verið gert að innkalla og hætta sölu á tveimur tegundum af pitsum frá framleiðandanum McCain vegna notkunar á aukaefninu E 541. Um er að ræða McCain Pizza Crescendo Rising Crust Pizza 4 Cheese og McCain Pizza Crescendo Rising Crust Pizza Pepperoni. 4.1.2009 04:00
Mikill fjöldi sótti útsölur Nokkur örtröð skapaðist í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind um miðjan dag í gær en þá hófust hinar árlegu janúarútsölur í verslunum. Áttu margir gestir miðstöðvanna í erfiðleikum með að finna bílastæði vegna mikils fjölda bíla. 4.1.2009 03:45
Þúsundir mótmæla árásum Tugþúsundir mótmæltu vikulöngum árásum Ísraelshers gegn Hamas-liðum á Gazasvæðinu víða í stórborgum Evrópu í gær og þrýstu á ráðamenn að þeir beiti sér fyrir því að vopnahlé verði gert. 4.1.2009 02:00
Eldur í ruslagámi við Hótel Borg Eldur kom upp í ruslagámi í porti við hlið Hótel Borgar við Austurvöll nú í kvöld. Slökkvibíll mætti á svæðið og er búinn að slökkva eldinn. Einnig mætti lögreglan á svæðið en um sama port er að ræða og mótmælendur söfnuðust saman í mótmæltu Kryddsíld Stöðvar 2 á Gamlársdag. 4.1.2009 00:01
Hellisheiði lokuð vegna bílslyss Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um bílslys í Hveradalabrekku á Hellisheiði fyrir stundu. Slysið er til móts við Skíðaskálann en ekki er vitað um meiðsl á fólki en slysið mun vera alvarlegt. 4.1.2009 16:02
Undirbjuggu leit að tveimur stúlkum Farið var að óttast um tvö stúlkubörn sem ekki skiluðu sér heim að bæ í Lundarreykjadal í Borgarfirði fyrir myrkur í dag. 3.1.2009 21:00
Bandarískir hermenn skutu á íraska sjónvarpskonu Írösk sjónvarpsfréttakona sem særðist eftir að bandarískir hermenn skutu á hana á nýársdag segir að hermennirnir hafi ekki gefið út neina viðvörun áður en þeir hófu skothríðina. 3.1.2009 20:30
Skutu námsmann í nasistabúningi Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum sætir nú harðri gagnrýnni eftir að hún skaut ungan námsmann til bana á nýársdag. Maðurinn þótti ógnvekjandi þar sem hann var klæddur í þýskan hermannabúning frá tímum seinni heimstyrjaldar en vinir og ættingar segja að hann hafi einungis klætt sig upp í tilefni áramótanna. 3.1.2009 20:00
Össur sáttur með Skaupið Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist hafa verið gríðarlega hrifinn af Skaupin sem var brilljant, angandi af ferskleika og fyndni, og fullt af því sem íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, kallar leikgleði. Sérstaklega hafði Össur gaman af Ilmi Kristjánsdóttur sem túlkaði Gísla Martein Baldursson. 3.1.2009 19:30
Auknar líkur á kosningum næsta vor Líkurnar á því að boðað verði til Alþingiskosninga næsta vor hafa aukist stórlega eftir yfirlýsingar forsætisráðherra um að halda skuli tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um Evrópusambandsaðild. Vinstri grænir vilja að næsta ríkisstjórn verði rauðgræn. 3.1.2009 18:30
Reyksprengja fyrir utan Stjórnarráðið Reyksprengja var sprengd fyrir utan Stjórnarráðið nú síðdegis. Í sprengjunni var saltpétur og sykur eða samskonar blanda og notuð var í aðgerðum mótmælenda við Hótel Borg á gamlársdag. 3.1.2009 18:26
Gæludýrin finna fyrir kreppunni í Bretlandi Alheimskreppan tekur á sig ýmsar óhugnanlegar myndir. Í Bretlandi færist það nú í vöxt að fólk skilji gæludýrin sín eftir út á víðavangi þar sem það hefur ekki lengur efni á því að fæða þau. 3.1.2009 20:30
Kemur ekki til greina að við borgum Icesave Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur lýst þeirri skoðun sinni að það komi ekki til greina að þjóðin beri kostnað af skuldbindingum bankana vegna icesave. Hann segir að þjóðin geti það ekki. Til þess gæti komið að einungis vaxtakostnaður þjóðarinnar næmi um 130 milljörðum á ári af óreiðuskuldum banka sem áttu að heita í einkaeigu. 3.1.2009 18:45