Innlent

Tvær pitsur frá McCain í bann

Heildsölufyrirtækinu Dreifingu hf. hefur verið gert að innkalla og hætta sölu á tveimur tegundum af pitsum frá framleiðandanum McCain vegna notkunar á aukaefninu E 541. Um er að ræða McCain Pizza Crescendo Rising Crust Pizza 4 Cheese og McCain Pizza Crescendo Rising Crust Pizza Pepperoni.

Dreifing hf. kærði ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og benti meðal annars á að sama efni væri leyft í skonsum og að það geti ekki verið hættulegt mönnum. Sérstök úrskurðarnefnd segir ekki rök til þess fresta sölustöðvuninni sem ákveðin var af Heilbrigðiseftirlitinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×