Innlent

Ökumenn varaðir við þoku

Vegagerðin varar við þoku sem byrgir ökumönnum sýn á þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur. Þannig er þoka á Reykjanesi, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Einnig hefur þoka legið yfir Reykjavíkursvæðinu í morgun og skyggni verið niður í nokkra tugi metra.

Annars er greiðfært um land allt, og meira að segja allar helstu heiðar opnar. Þó eru hálkublettir á fjallvegum, þar á meðal á Vatnaleið á Snæfellsnesi og á Holtavörðuheiði er auk þess éljagangur. Á Austurland og Suðausturlandi hefur þó snjóað á vegi og þar eru moksturtæki að ryðja burt snjó og krapa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×