Erlent

Flugeldaverksmiðja sprakk í Kína

Svona leit flugeldaverksmiðja í Tælandi eftir að hún sprakk í loft upp fyrir nokkrum árum.
Svona leit flugeldaverksmiðja í Tælandi eftir að hún sprakk í loft upp fyrir nokkrum árum.

Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar flugeldaverksmiðja í austurhluta Kína sprakk í loft upp í morgun. Sextán manneskjur voru í verskmiðjunni þegar slysið átti sér stað.

Kínverjar fagna áramótum eftir þrjár vikur og eftirspurn eftir flugeldum er ætíð mikil á þessum árstíma. Lítið eftirlit er með flugeldaverksmiðjum í Kína og slys af þessu tagi því nokkuð tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×