Ekki lög um þjóðaratkvæði 4. janúar 2009 08:00 Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Það eru engin ákvæði um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur af þessu tagi, hvorki í stjórnarskrá né lögum," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Ólafs getur ríkisstjórnin efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig geti Alþingi sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem yrði þá bindandi. Sjálfur kveðst Ólafur telja eðlilegt að ekki yrðu settir þröskuldar á kjörsókn eins og rætt hafi verið um þegar til stóð að þjóðin greiddi atkvæði um fjölmiðlalög sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingar árið 2004. Þess utan greini lögfræðinga á um hvort heimilt yrði að setja skilyrði um kjörsókn. „Þá gætu þeir sem eru andvígir tillögunni grætt á því að sitja heima og kjósa ekki," útskýrir Ólafur. „En ef menn vilja vera með þröskuld þá er miklu skynsamlegra að segja að það þurfi ákveðinn fjöldi kjósenda á kjörskrá að segja já. Til dæmis ef menn vildu fá 80 prósent kjörsókn að þá þyrftu 40 prósent að segja já til að tillagan sé samþykkt." Þá segir Ólafur að einnig þurfi að vanda vel til framsetningar sjálfrar atkvæðagreiðslunnar. Það ætti þó ekki vera flókið í hugsanlegum atkvæðagreiðslum um aðildarviðæður og síðan um samning við Evrópusambandið. „Væntanlega yrði fyrri spurningin einfaldlega sú hvort menn vildu fara í aðildarviðræður eða ekki og síðan yrði spurt hvort menn séu með eða á móti þeim samningi sem liggur á borðinu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sagt að samfara þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður væri eðlilegt að kjósa einnig til Alþingis. Ólafur segir slíka tilhögun bæði hafa kosti og galla í för með sér. Kostur væri að þá þyrfti ekki að vera kjósa tvisvar og að væntanlega yrði tryggð betri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu með því móti. „Gallinn væri sá að verið væri að blanda saman tveimur kosningabaráttum sem snúast annars vegar um málið sjálft og hins vegar um flokkana." gar@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Það eru engin ákvæði um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur af þessu tagi, hvorki í stjórnarskrá né lögum," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Ólafs getur ríkisstjórnin efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig geti Alþingi sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem yrði þá bindandi. Sjálfur kveðst Ólafur telja eðlilegt að ekki yrðu settir þröskuldar á kjörsókn eins og rætt hafi verið um þegar til stóð að þjóðin greiddi atkvæði um fjölmiðlalög sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingar árið 2004. Þess utan greini lögfræðinga á um hvort heimilt yrði að setja skilyrði um kjörsókn. „Þá gætu þeir sem eru andvígir tillögunni grætt á því að sitja heima og kjósa ekki," útskýrir Ólafur. „En ef menn vilja vera með þröskuld þá er miklu skynsamlegra að segja að það þurfi ákveðinn fjöldi kjósenda á kjörskrá að segja já. Til dæmis ef menn vildu fá 80 prósent kjörsókn að þá þyrftu 40 prósent að segja já til að tillagan sé samþykkt." Þá segir Ólafur að einnig þurfi að vanda vel til framsetningar sjálfrar atkvæðagreiðslunnar. Það ætti þó ekki vera flókið í hugsanlegum atkvæðagreiðslum um aðildarviðæður og síðan um samning við Evrópusambandið. „Væntanlega yrði fyrri spurningin einfaldlega sú hvort menn vildu fara í aðildarviðræður eða ekki og síðan yrði spurt hvort menn séu með eða á móti þeim samningi sem liggur á borðinu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sagt að samfara þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður væri eðlilegt að kjósa einnig til Alþingis. Ólafur segir slíka tilhögun bæði hafa kosti og galla í för með sér. Kostur væri að þá þyrfti ekki að vera kjósa tvisvar og að væntanlega yrði tryggð betri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu með því móti. „Gallinn væri sá að verið væri að blanda saman tveimur kosningabaráttum sem snúast annars vegar um málið sjálft og hins vegar um flokkana." gar@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira