Innlent

Reyksprengja fyrir utan Stjórnarráðið

Reyksprengja var sprengd fyrir utan Stjórnarráðið nú síðdegis. Í sprengjunni var saltpétur og sykur eða samskonar blanda og notuð var í aðgerðum mótmælenda við Hótel Borg á gamlársdag.

Þar voru nokkrar slíkar sprengjur sprengdar með þeim afleiðingum að mikill reykur gaus upp á bæði mótmælendur og lögreglu.

Engar skemmdir hlutust af sprengingunni við Stjórnarráðið í dag. Ekki er vitað hver var þar að verki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×