Innlent

Kemur ekki til greina að við borgum Icesave

Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arnar Kristjánsson

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur lýst þeirri skoðun sinni að það komi ekki til greina að þjóðin beri kostnað af skuldbindingum bankana vegna icesave. Hann segir að þjóðin geti það ekki. Til þess gæti komið að einungis vaxtakostnaður þjóðarinnar næmi um 130 milljörðum á ári af óreiðuskuldum banka sem áttu að heita í einkaeigu.

Þetta kemur fram á heimsíðu Frjálslynda flokksins. Þar segir einnig að slíkt sé engan veginn ásættanlegt.

„Þess vegna eiga Íslendingar frekar að taka slaginn og láta á það reyna hvort það geti virkilega verið að ein þjóð beri ábyrgð á fyrirtæki sem er í einkaeigu. Hann hvetur til þess að sú grjótharða stefna verði tekin að við látum ekki kúga okkur til að borga. Sætti menn sig ekki við það verði málið einfaldlega að milliríkjadeilu. Þann slag eigum við að taka."

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×