Erlent

Harðir bardagar á Gazaströndinni í nótt

Frá Gaza
Frá Gaza

Harðir bardagar hafa geysað á Gazaströndinni í nótt og í morgun milli Ísraelshers og Hamas liða. Ísraelsmenn réðust yfir landamærin í gærkvöldi eftir miklar loft- og stórskotaliðsárásir.

Fimm Palestínumenn létu lífið þegar sprengjur lentu á fjölfarinni verslunargötu í morgun og yfir 40 særðust. Ísraelsmenn segja að 30 hermenn hafi særst í átökunum.

Í nótt komu Bandaríkjamenn í veg fyrir að Öryggisráðið sendi frá sér sérstaka ályktun vegna átakanna. Ban-Kin Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hins vegar hvatt stríðandi fylkingar til að leggja niður vopn og hefja friðarumleitanir á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×