Innlent

Harma niðurskurð sem bitnar á bágstöddum

Frá Prestastefnu í fyrra. Ungir Vinstri grænir fagna skertu fjárframlagi til Kirkjunnar.
Frá Prestastefnu í fyrra. Ungir Vinstri grænir fagna skertu fjárframlagi til Kirkjunnar.

Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu harma þann niðurskurð sem gerður hefur verið þvert á hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú undir kvöld. Ungir Vinstri grænir telja að það hafi sýnt sig á þessu kjörtímabili að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar starfi ekki með hag almennings fyrir brjósti.

Ungir Vinstri grænir segja þó að niðurskurður við Þjóðkirkjuna sé mikið fagnaðarefni. Sparnaður um 400 milljónir króna í þessum málaflokki sé stórt skref í átt að aðskilnaði ríkis og kirkju. Fjárlög til Þjóðkirkjunnar hlíti engan veginn þeim lögum að trúfrelsi ríki hér á landi og byggi á miklu ójafnrétti. Ung Vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu krefjast tafarlauss aðskilnaðar.

„Það er enn hægt að skera fitulögin niður og hlífa frekar þeim kjötlausu beinum sem ríkisstjórnin virðist fyrst ráðast að gráðug," segir stjórn Ungra Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×