Innlent

Mikill fjöldi sótti útsölur

Nokkur bílaröð myndaðist við bílastæðahús Kringlunnar í gær.
Nokkur bílaröð myndaðist við bílastæðahús Kringlunnar í gær. Fréttablaðið/daníel

Nokkur örtröð skapaðist í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind um miðjan dag í gær en þá hófust hinar árlegu janúarútsölur í verslunum. Áttu margir gestir miðstöðvanna í erfiðleikum með að finna bílastæði vegna mikils fjölda bíla.

Vörurnar sem á boðstólum eru á útsölunum eru í flestum tilfellum seldar með þrjátíu til fjörtíu prósent afslætti, þó dæmi séu um að veittur sé enn meiri afsláttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×