Innlent

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Frá Krýsuvík
Frá Krýsuvík

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Krýsuvík undanfarna sólarhringa, en þó hafa engir stórir skjálftar fylgt hrinunni. Þannig hafa yfir fimmtíu skjálftar mælst þar frá því á miðnætti, flestir um eða innan við eitt stig, en sá öflugasti mældist 2,2 stig.

Það er því ólíklegt að skjálftarnir hafi rumskað svefnró íbúa á höfiðborgarsvæðinu. Veðurstofan telur að ekkert óvenjulegt sé í gangi og segir að mesti krafturinn í hrinunni hafi verið í gærmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×