Erlent

Skaut móður sína eftir rifrildi um heimilisstörf

Dómstóll í Arizonafylki í Bandaríkjunum dæmdi í gær 12 ára gamlan pilt sekan fyrir að hafa myrt móður sína. Drengurinn skaut móður sína átta sinnum með skammbyssu eftir að hafa rifist við hana um heimilisstörf.

Lögmaður drengsins hélt því fram í réttarhöldunum að drengurinn hafi þurft að þola áralangt ofbeldi af hálfu móður sinnar og því hafi hann brugðist við með þessum hætti.

Refsing verður ákveðin síðar en samkvæmt lögum Arizonafylki er hægt að vista drenginn í unglingafangelsi til 18 ára aldurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×