Erlent

Bandarískir hermenn skutu á íraska sjónvarpskonu

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak.

Írösk sjónvarpsfréttakona sem særðist eftir að bandarískir hermenn skutu á hana á nýársdag segir að hermennirnir hafi ekki gefið út neina viðvörun áður en þeir hófu skothríðina.

Sjónvarpskonan, Hadil Ernad, var að fara yfir brú yfir Tigris ánna á leið sinni til vinnu þegar hún lenti í skotárásinni, segir yfirmaður konunnar í samtali við CNN í dag. Hann segir að Ernad hafi sagt sér að hún hafi ekki heyrt neinar viðvaranir frá hermönnunum.

Bandaríski herinn hefur áður sagt í yfirlýsingu að konan hefði litið grunsamlega út og hefði ekki svarað viðvörunum hermanna.

„Við lítum á þetta sem glæpsamlegt athæfi og heimtum útskýringar frá bandaríska hernum," sagði Saled Abdul Hadi yfirmaður Beladi sjónvarpsstöðvarinnar sem Ernad starfar hjá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×