Innlent

Össur sáttur með Skaupið

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist hafa verið gríðarlega hrifinn af Skaupin sem var brilljant, angandi af ferskleika og fyndni, og fullt af því sem íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, kallar leikgleði. Sérstaklega hafði Össur gaman af Ilmi Kristjánsdóttur sem túlkaði Gísla Martein Baldursson.

„Ilmur dúndurgóð - sérstaklega sem námsmaður ársins, þeas. Gísli Marteinn Baldursson, sem fékk þann titil einhvers staðar í fjölmiðlunum yfir hátíðarnar. Hann er eitt af uppáhöldum þessarar heimasíðu einsog þjóð veit," skrifar Össur á bloggsíðu sína í dag. Langbestur þótti honum þó Jón Gnarr sem var tær snilld þegar hann skiptir yfir í persónu Páls Óskars.

„Jóhannes Haukur, sem lék hæstvirtan forsætisráðherra og félaga Binga átti stjörnuleik. Taktar Kötlu Maríu í gervi Hönnu Birnu voru góðir, en fantagóðir þegar hún brá sér í hlutverk menntamálaráðherra. Raunar fannst mér allir góðir í Skaupinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×