Erlent

Þúsundir mótmæla árásum

Margir mótmælenda í Lundúnaborg skildu skótau sitt eftir við bústað forsætisráðherra.
Margir mótmælenda í Lundúnaborg skildu skótau sitt eftir við bústað forsætisráðherra. Fréttablaðið/AP

Tugþúsundir mótmæltu vikulöngum árásum Ísraelshers gegn Hamas-liðum á Gazasvæðinu víða í stórborgum Evrópu í gær og þrýstu á ráðamenn að þeir beiti sér fyrir því að vopnahlé verði gert.

Margir mótmælenda í Lundúnum í Bretlandi köstuðu skóm sínum að bústað Gordons Brown forsætisráðherra og veifuðu fána Palestínumanna.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, studdi um helgina sameiginlegt vopnahlé en varði á sama tíma árásir Ísraelshers sem hann sagði sjálfsvörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×