Erlent

Seinheppinn poppþjófur

Lögreglan í borginni Sacramento í Kaliforníu handtók á nýársdag afar seinheppinn innbrotsþjóf.

Maðurinn braust inn í matvöruverslun og hafði á brott með sér ýmsar vörur þar á meðal popppoka. Ekki vildi betur til en svo að gat kom á pokann og gat lögreglan því rakið spor mannsins að heimili hans með því að elta slóð poppkorna á götunni.

Maðurinn var á skilorði fyrir annan glæp og á því yfir höfði sér harða refsingu fyrir innbrotið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×