Innlent

Opið í Hlíðarfjalli og á Dalvík

Frá Hlíðarfjalli
Frá Hlíðarfjalli

Opið verður á skíðasvæðunum á Dalvík og í Hlíðarfjalli á Akureyri til kukkan 16:00 í dag.

Í Hlíðarfjalli opnar klukkan 10:00 og þar er logn og eins stigs hiti. Aðstæður eru sagðar ágætar og nægur snjór í flestum skíðaleiðum.

Á Dalvík opnar á hádegi og þar er eins stigs frost, logn og ágætis skíðafæri.

Þá verður einnig opið á skíðasvæðinu í Tindastóli til klukkan 16:00 í dag. Þar er 1,7 stiga hiti og SA 6 m/sek og úrkomulaust. Það er nægur snjór í Tindastól og færið gott. Göngusvæðið er einnig troðið og góður snjór á því svæði.

Einnig verður opið á Siglufirði frá klukkan 11:00 til 17:00 í dag. Þar er sunnagola og heiðríkja samkvæmt upplýsingum. Mínus ein gráða og mjög gott skíðafæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×