Samfylkingin stillir okkur ekkert upp við vegg 4. janúar 2009 11:35 Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óeðlilegt að Samfylkingin reyni að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir flokkinn ekki ætla að láta stilla sér upp við vegg með hótunum um stjórnarslit verði stefnu flokksins ekki breytt í evrópumálum. Sigurður segir andstöðu við Evrópusambandið hafa aukist innan flokksins. „Þeir sem vilja hafa áhrif á stefnu flokksins ganga í flokkinn og berjast fyrir skoðunum sínum á landsfundi. Það kemur ekki til greina hjá okkur að stilla Samfylkingunni upp við vegg og segja þeim að breyta afstöðu sinni í ákveðnum málaflokkum annars slítum við ríkisstjórnarsamstarfinu," sagði Sigurður Kári á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurður var gestur þáttarins ásamt Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri grænna. Sigurður benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið til samninga við Samfylkinguna og myndað ríkisstjórn á grundvelli stjórnarsamnings sem væri í gildi og eftir honum væri starfað. „Við munum ekki láta stilla okkur upp við vegg með hótunum um að breyta stefnu okkar í evrópumálum." Aðspurður um stemmninguna í Sjálfstæðisflokknum varðandi Evrópusambandið nú þegar landsfundur nálgast sagði Sigurður að æ fleiri félagar hans úr þingflokknum hefðu komið fram að undanförnu sem annaðhvort vilji ganga inn eða fara í viðræður. „Það er lítill munur á þessu tvennu. Ég held hinsvegar að innan Sjálfstæðisflokksins og þess hóps sem mun sækja landsfund hafi andstaðan aukist ef eitthvað er." Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óeðlilegt að Samfylkingin reyni að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir flokkinn ekki ætla að láta stilla sér upp við vegg með hótunum um stjórnarslit verði stefnu flokksins ekki breytt í evrópumálum. Sigurður segir andstöðu við Evrópusambandið hafa aukist innan flokksins. „Þeir sem vilja hafa áhrif á stefnu flokksins ganga í flokkinn og berjast fyrir skoðunum sínum á landsfundi. Það kemur ekki til greina hjá okkur að stilla Samfylkingunni upp við vegg og segja þeim að breyta afstöðu sinni í ákveðnum málaflokkum annars slítum við ríkisstjórnarsamstarfinu," sagði Sigurður Kári á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurður var gestur þáttarins ásamt Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri grænna. Sigurður benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið til samninga við Samfylkinguna og myndað ríkisstjórn á grundvelli stjórnarsamnings sem væri í gildi og eftir honum væri starfað. „Við munum ekki láta stilla okkur upp við vegg með hótunum um að breyta stefnu okkar í evrópumálum." Aðspurður um stemmninguna í Sjálfstæðisflokknum varðandi Evrópusambandið nú þegar landsfundur nálgast sagði Sigurður að æ fleiri félagar hans úr þingflokknum hefðu komið fram að undanförnu sem annaðhvort vilji ganga inn eða fara í viðræður. „Það er lítill munur á þessu tvennu. Ég held hinsvegar að innan Sjálfstæðisflokksins og þess hóps sem mun sækja landsfund hafi andstaðan aukist ef eitthvað er."
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira