Erlent

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hné niður í varnarræðu fyrir Bush

MYND/AP

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld eftir að hann hné niður þar sem hann var að halda ræðu á fundi í Washington.

Michael Mukasey var í miðjum klíðum við að verja stefnu Bush Bandaríkjaforseta þegar það virtist slá úti fyrir honum og hann hné niður. Hann var fluttur á sjúkrahús í flýti þar sem hann dvaldi í nótt undir eftirliti lækna.

Ekki er vitað hvað amaði að honum en haft er eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að hann hafi verið fljótur að jafna sig og farinn að segja brandara á spítalanum skömmu eftir komuna þangað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×