Fleiri fréttir

McCain reynir að gera lítið úr Obama

John McCain forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum reynir nú allt hvað af tekur að gera lítið úr keppinaut sínum, Barack Obama.

Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar

Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík.

Mao-iðnaður fyrir Ólympíuleika

Heilmikill Mao-iðnaður er orðinn til fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í Kína eftir rúma viku. Þessi fyrrum æðsti leiðtogi Kína nýtur enn mikillar hylli meðal Kínverja og nú er arfleifð hans og ímynd meðal þess helsta sem ferðamenn í Kína sækja í. Fréttastofa beinir kastljósinu að Kína í dag og næstu daga í aðdraganda Ólympíuleikanna.

Voðaverk framin í Kenýa

Bandarísk mannréttindasamtök hafa hvatt til þess að vopnasölubann verði sett á Kenya vegna manndrápa og voðaverka hersins í ættbálkadeilum í vesturhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið íhugar að stöðva þjálfun kenýskra hermanna sem sakaðir eru um aðild að málinu.

Segir heimskulegt að ráða ekki heyrnarlausa

,,Það er heimska að ráða ekki heyrnarlausa til starfa" segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fyrrverandi varaþingmaður Frjálslyndra sem var synjað um starf hátt í hundrað sinnum á einu ári.

Árni: Flott hjá Þórunni

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni."

Ólöf segir Ólaf fara með fleipur

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs F Magnússonar borgarstjóra og fráfarandi varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, segir borgarstjóra fara með fleipur og hafa dregið umræðuna niður á plan sem ekki sé embættinu sæmandi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Fingraför fundust á bréfi um sprengjuhótun

Lögreglan hefur fundið fingraför á bréfi sem barst fréttastofu Stöðvar 2 með sprengjuhótun, sem beindist að fyrirhugaðri Gleðigöngu Hinsegin daga. Slík hótun getur varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram.

Vilja að Brown sparki Miliband

Tveir þingmenn breska Verkamannaflokksins vilja að Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, víki David Miliband, utanríkisráðherra, úr ríkisstjórnina vegna blaðagreinar sem hann ritaði nýverið.

Fyrirhugað húsnæði LHÍ stærri en Tollhúsið

Húsið sem Listaháskóli Íslands vill reisa við Frakkastíg og Laugaveg er mun stærri en Tollhúsið við Tryggvagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur, segir reitinn allt of lítinn fyrir slíka byggingu.

Lögreglan með eftirlit um helgina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Kappkostað verður að umferðin til og frá höfuðborgarsvæðinu gangi greiðlega fyrir sig en búast má við töluverðri umferð því veðurútlit er ágætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglumenn með lægri laun en vinnuskólaleiðbeinendur

„Ég held að það sé vandfundinn sá Íslendingur sem finnst þetta vera sambærileg störf,“ segir Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna. Hann bendir á það í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið í dag að lægstu grunnlaun lögreglumanna séu 138.513 krónur, eða rúmum tíu þúsund krónum lægri en laun þeirra leiðbeinenda hjá vinnuskólanum sem lögðu niður vinnu á dögunum til að mótmæla kjörum sínum.

Karadzic fyrir rétt í dag

Radovan Karadizc virtist samstarfsfús þegar réttarhöldin yfir honum hófust í Haag í dag, öfugt við fyrrum samherja sinn Slobodan Milosevitsj, sem var viðskotaillur þar frá fyrsta degi.

Olían hlýðir engum markaðslögmálum

Chakib Khelil forseti OPEC sagði á blaðamannafundi á Indónesíu að eðlilegast sé að framboð og eftirspurn stjórni markaðsverði. Því sé ekki til að dreifa með olíuna.

Samvera fjölskyldunnar besta uppeldisaðferðin

Okkar markmið er að foreldrar standi sig í uppeldinu almennt. En fyrir verslunarmannahelgina þá erum við að hvetja til þess að fjölskyldan sé saman, að samvera fjölskyldunnar sé besta uppeldisaðferðin,“ segir Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi Hafnafjarðarbæjar og einn af aðstandendum SAMAN-hópsins á vegum Lýðheilsustöðvar.

Sakar Obama um að nota sér kynþátt sinn

Kosningaherferð John McCain, frambjóðanda Repúblikana sakar Barack Obama, frambjóðanda Demókrata um að nýta sér kynþátt sinn í kosningabaráttunni.

Ákærur lesnar yfir Karadzic

Ákærur voru lesnar yfir Radovan Karadzic fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba í stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag. Karadzic sat þögull á meðan kærurnar voru lesnar upp en hann er kærður fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi.

Misstu stjórn á hita í Icelandair-vél

Flugvél sem var á leiðinni frá Keflavík til London fyrir tveimur dögum var snúið aftur til Keflavíkur vegna þess að hitaskynjari bilaði í vélinni. Var um kvöldflug að ræða og því ekki hægt að fljúga seinna um kvöldið þar sem næturbann er á Heatroww flugvelli þar sem lenda átti.

Slökkviliðið kallað að Nauthólsvík

Slökkviliðiið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bröggum í Nauthólsvík fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar er ekki mikill eldur í bröggunum en töluverðan reyk leggur frá þeim. Um er að ræða bragga sem standa á milli siglingaklúbbsins og kafarahússins.

Ætla 100 prósent diplómatísku leiðina

Bretar eru 100 prósent einbeittir á að fara diplómatísku leiðina í deilu þeirra og annarra þjóða við Írana um kjarnorkumál þeirra. Þeir vilja ekki að Ísraelsmenn ráðist á kjarnorkustöðvar Írana. Þetta sagði David Miliband utanríkisráðherra Bretlands í dag.

Háskólakennarinn fékk 4 ár

53 ára Kópavogsbúi, sem þar til nýlega var kennari við Háskólann í Reykjavík var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum.

Fær ekki skaðabætur frá Iceland Express

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hugðist sækja fund í London um miðjan mánuðinn. Um tíu tíma seinkun á flugi Iceland Express gerði það hinsvegar að verkum að Eiríkur missti af fundinum. Hann gekk því um götur Lundúnarborgar og var frekar pirraður yfir að hafa misst af fundinum. Eiríkur sagðist þá ætla að kanna hvort hann gæti krafið flugfélagið um skaðabætur, enda hefði hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni.

Ósáttir við siglingaleiðir skemmtiferðaskipa

Útgerðir skemmtiferðaskipa og skipuleggjendur ferða með þeim eru óhressir með að skipin megi ekki lengur sigla nálægt suðvestur ströndinni. Auk þess hækkar olíukostnaður vegna nýju leiðarinnar.

Lögreglan rannsakar sprengjuhótun vegna Gleðigöngu

Sprengjuhótunin sem barst Stöð 2 í gær og beindist að fyrirhugaðri gleðigöngu Hinsegin daga í Reykjavík þann 9. ágúst næstkomandi getur varðað fangelsi allt að tveimur árum. Lögreglan rannsakar nú fingraför og aðrar vísbendingar í tengslum við málið.

Þrír gista fangageymslur vegna likamsárásar í Eyjum

Karlmaður hlaut skurð á hnakka í ryskingum fyrir framan veitingahús í miðbæ Vestmannaeyjar á sjötta tímanum í morgun. Þrír gista fangageymslur lögreglunnar vegna málsins og verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman rennur af þeim.

Hátt í 500 sagt upp í fjöldauppsögnum í sumar

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur 471 starfsmanni verið sagt upp í fjöldauppsögnum í júní og júlí. Í fréttum í gær kom fram að 57 starfsmönnum Ræsis var sagt upp sem og 57 starfsmönnum hjá leikfangaverslunum Just 4 Kids.

Myndband af Ólympíuleikaæfingu lekur út

Myndband af æfingu fyrir opnunarhátíð Ólympíleikanna lak út á suður-kóreska sjónvarpsstöð. Olli sá leki ekki mikilli ánægju á meðal hina kínversku skipuleggjenda leikanna. Sjónvarpstöðin SBS segjast ekki hafa stundað neitt ólöglegt athæfi með því að taka upp æfingunna, enginn hafi stoppað þá þegar þeir fóru æfingasvæðið.

Móðir í forræðisdeilu fékk símtal frá grátandi syni

Sigríður R. Kristjánsdóttir stendur í forræðisdeilu við Jeff Ramsey, bandarískan barnsföður sinn, um tvö börn þeirra. Jeff fékk börnin í heimsókn fyrir mánuði og neitar að skila þeim jafnvel þótt Sigríður hafi pappíra sem sanni að börnin skuli búa hjá henni á Íslandi.

Internetfíkn er vaxandi vandamál

Internetfíkn er nú vaxandi vandamál um allan heim. Sérfræðingar telja að á milli 5 og 10 prósent Bandaríkjamanna þjáist af internetfíkn og að hlutfallið sé enn hærra hjá öðrum þjóðum.

Vinnuslys í Borgarnesi

Maður slasaðist á athafnasvæði Loftorku í Borgarnesi um kvöldmatarleitið í gær.

Tveir teknir við að reykja hass við Herjólf

Tveir piltar voru handteknir í Þorlákshöfn í nótt, eftir að hafa verið staðnir að því að reykja hass áður en þeir færu um borð í Herjólf, sem sigldi til Eyja klukkan þrjú í nótt.

Karadzic fyrir dómara í dag

Radovan Karadzic fyrrum leiðtogi Bosníuserba verður leiddur fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag og formlega ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Sjá næstu 50 fréttir