Innlent

Tveir teknir við að reykja hass við Herjólf

Tveir piltar voru handteknir í Þorlákshöfn í nótt, eftir að hafa verið staðnir að því að reykja hass áður en þeir færu um borð í Herjólf, sem sigldi til Eyja klukkan þrjú í nótt.

Ekkert bendir þó til að þeir hafi ætlað að smygla fíkniefnum til Eyja. Mikið eftirlit er við komu ferjunnar þangað í aðdraganda þjóðhátíðarinnar, en ekkert fannst á farþegunum, sem komu þangað í morgunsárið.

Töluverður mannfjöldi er þegar kominn til Eyja og var fjörugt næturlíf þar í nótt, en ekki kom til alvarlegra vandræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×