Fleiri fréttir

Baka á staðnum úr íslensku hráefni

Arnar Snær Rafnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Café Konditori Copenhagen, hafnar því alfarið sem neytandi fullyrti á Vísi í gær að brauðin þar séu hituð upp frosin.

Buðust til að segja af sér vegna nautakjötshneykslis

Allir ráðherrarnir í ríkisstjórn Suður-Kóreu buðust til að segja af sér í gær. Þetta gerðu þeir til að draga úr reiði almennings yfir ákvörðun stjórnarinnar síðan í apríl um að halda áfram innflutningi á amerísku nautakjöti.

Reyndi að stinga lögregluna af á Vesturlandsvegi

Ungur ökumaður á stolnum bíl reyndi að stinga lögreglu af með ofsaakstri eftir að hafa mælst á 144 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi undir Úlfarsfelli um eittleytið í nótt.

Stærstu netveitur Bandaríkjanna loka á barnaklám

Andrew Cuomo, saksóknari New York-ríkis, hefur gert skriflegt samkomulag við þrjár stærstu netveitur Bandaríkjanna sem felur í sér að veiturnar loki algjörlega fyrir aðgang viðskiptavina sinna að vefsíðum sem innihalda klámfengið efni er tengist börnum.

Biður kanadíska indíána afsökunar

Kanadíski forsætisráðherrann Stephen Harper mun í dag biðja indíána í Kanada opinberlega afsökunar. Sú afsökunarbeiðni er til komin vegna framkomu stjórnvalda gagnvart þeim.

Opinberar tölur frá Súdan - 120 létust

Yfirvöld í Súdan sögðu í kvöld að 120 manns hefðu látist í flugslysinu sem varð í Khartoum seinnipartinn í dag þegar breiðþota rann út af flugbrautinni og varð alelda.

Framkvæmdir á Kringlumýrarbraut

Á morgun verður unnið við fræsingu og malbikun á Kringlumýrarbraut. Vegna þessara framkvæmda verður einni akrein lokað hverju sinni á stuttum kafla.

Biskup fjallaði um stöðu barnsins í setningarræðu prestastefnu

Prestastefna var sett í Dómkirkjunni í kvöld. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, flutti setningarræðu en í henni gerði hann stöðu barnsins að umtalsefni. Biskup hvatti til aukinnar samvinnu við alla þá aðila í samfélaginu sem bera heill barna fyrir brjósti.

Flugslys í Súdan - 100 látnir

Súdönsk farþegaflugvél, með um 200 farþega innanborðs, varð alelda skömmu eftir að hún lenti á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, síðdegis í dag. CNN greinir frá því að um 100 manns séu látnir. Björgunarmenn vinna að því að slökkva eldinn en talið er að hann hafi kviknað efir að farþegavélinn rann út af flugbrautinni í lendingunni.

Smábörn tékkuð tvisvar inn

Hópur Íslendinga varð strandaglópar á Kanaríeyjum á leiðinni til Teneriffe seinni partinn í dag. Ástæðan voru mistök við innritun í vél Heimsferða í Leifsstöð í morgun.

30 stúlkur bólusettar gegn leghálskrabbameini

Tæplega þrjátíu stúlkur á Íslandi hafa verið bólusettar gegn leghálskrabbameini á kostnað foreldra sinna. Bóluefnið fæst í apótekum en kostar sitt. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær eða hvort stúlkur verða bólusettar fyrir þessu krabbameini

Söfnuðu 18 milljónum með sölu á notuðum fötum

Á morgun mun fatasöfnunarverkefni Rauða kross Íslands afhenda neyðaraðstoða Alþjóða Rauða krossins 18 milljón króna sem söfnuðust við sölu á notuðum fötum sem gefin voru til verkefnissins.

Sókn í gróðursetningu trjáa í Reykjavík

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar hafa gert með sér samning um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli.

Kenískur ráðherra lést í flugslysi

Vegmálaráðherra Kenía og aðstoðarráðherra létust þegar flugvél hrapaði til jarðar og hafnaði á húsi í hinu afskekkta Kojonga-héraði ekki langt frá Masai Mara verndarsvæðinu í Kenía.

Stóra bakarísmálið: Lesendur tjá sig

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir réttmætum spurningum varpað upp í umfjöllun Vísis um starfshætti bakaría og stórmakaða. Viðbrögð lesenda við fréttum um frosna kleinuhringi og pólsk brauð eru sterk.

1800 milljarðar gufa upp í Írak

Um 23 milljarðar dollara, jafnvirði um 1800 milljarða íslenskra króna, hafa gufað upp í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Þetta fullyrða fréttamenn þáttarins Panorama á BBC sem rannsakað hafa hvert fjármunir sem verja átti í uppbyggingarstarf fóru.

Stelpur stjórna ungliðahreyfingunum

Konur gegna nú formennsku í þremur ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka. Það mun vera í fyrsta sinn það gerist og er nú meirihluta ungliðahreyfinganna stýrt af konum.

Dæmdur vegna ástarjárna og rassakrems

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stefán Karl Lúðvíksson, eiganda erótísku verslunarinnar Amor, til að greiða 40.000 krónur í sekt fyrir að flytja til landsins ástarhandjárn og sleipiefnið Anal-ease.

Eldsneytisþjófnaður í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú eldsneytisþjófnað þar í bæ sem tilkynnt var um í síðustu viku.

Steingrímur vill að aðdragandi Baugsmálsins verði upplýstur

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill að aðdragandi Baugsmálsins verði upplýstur. ,,Ég tók undir það á sínum tíma að það þyrfti að upplýsa um aðdraganda málsins og ég er enn sama sinnis." Aðdragandi og upphaf málsins var ,,umlukið ákveðinni dulúð" og Steingrímur segir að það væri ,,gagnlegt að fá fram bakgrunn málsins og draga af því lærdóm." Hann bendir þó að í dómi Hæstaréttar hafi verið sakfelling og því verði ,,fólk að gæta að fella ekki einhliða dóma í framhaldinu þó niðurstaðan hafi verið ansi rýr."

Árangurslaus fundur hjá ríki og hjúkrunarfræðingum

Kjarafundur samninganefndar ríkisins með Félagi íslenksra hjúkrunarfræðinga í morgun skilaði engum árangri og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en eftir tvær vikur. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir áfram unnið að undirbúningi aðgerða til þess að knýja á um samning.

Frjókornin farin á stjá

Nú þegar flestir gleðjast yfir sumarveðrinu er þó einn hópur manna ekki eins glaður og eru það frjóofnnæmissjúklingar. Síðustu 5 sumur hafa verið mikil frjókornasumur þannig að spurningin er hvort sumarið í ár verði einhver eftirbátur síðustu ára með frjókorn að gera.

Írönum hótað frekari refsiaðgerðum

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa enn á ný hótað írönum hertum aðgerðum láti þeir ekki af auðgun úrans þegar í stað. Til stendur að herða refsiaðgerðirnar gegn landinu og var það upplýst á fundi sem George Bush hélt í Slóveníu en forsetinn bandaríski er nú í sinni síðustu heimsókn til Evrópu.

Vilja fund vegna skjálfta á Suðurlandi

Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hafa farið þessi á leit við fyrsta þingmann kjördæmisins, Árna M. Mathiesen, að hann boði alþingismenn Suðurkjördæmis til fundar vegna nýafstaðinna jarðskjálfta.

Bush telur hægt að gera loftlagssamning fyrir lok kjörtímabils

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að enn væri hægt að ná einhvers konar samningi á heimsvísu til þess að berjast gegn loftlagsbreytingum fyrir lok kjörtímabil hans sem endar byrjun 2009. Þetta sagði hann á fréttafundi í Slóveníu í dag þar sem hann heldur fund með æðstu mönnum Evrópusambandsins í Slóveníu.

Þorvaldur Gylfason krefur Skuggahverfi um milljónir

"Þetta er vegna galla á íbúð þeirra hjóna," segir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Þorvalds Gylfasonar og Önnu Karítasar Bjarnadóttur, eiginkonu hans. Aðalmeðferð í máli þeirra hjóna gegn 101 Skuggahverfi hf. fór fram í Héraðsdómi í gær.

Kerstin Fritzl til meðvitundar

Kerstin Fritzl, sem haldið var nauðugri í kjallara á heimili föður síns í 18 ár, er komin til meðvitundar. Frá þessu greindu spítalayfirvöld í Austurríki í dag en sögðu jafnframt að hún væri enn nokkuð veik.

Sjö foreldrar létust frá 12 börnum vegna vímuefnaneyslu

Sjö foreldrar sem höfðu haft forsjá tólf barna létust frá þeim af völdum vímuefnaneyslu og geðræns vanda á árinu 2007 og til loka maí í ár. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Barnaverndarstofa aflaði í kjölfar mikillar umræðu í fjölmiðlum um aðstæður barna sem fíklar létust frá.

Borgarstjóri heimsækir Færeyjar

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri er staddur í Færeyjum í formlegri heimsókn. Þangað fór hann ásamt föruneyti í gærkvöldi og er tilgangur ferðarinnar að rækta vinabæjartengs á milli Reykjavíkur, Nuuk á Grænlandi og Þórsöfn í Færeyjum.

Menn Mugabes myrða andstæðinga hans

Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve síðar í þessum mánuði getur aldrei farið fram með lýðræðislegum hætti að mati mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Í nýrri skýrslu samtakanna eru fjörutíu morð á stjórnarandstæðingum rakin til liðsmanna Mugabe, forseta landsins.

Ríkissaksóknari rannsakar ekki Baugsrannsókn

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að embættið muni ekki rannsaka aðdraganda Baugsmálsins og hvernig farið var með lögreglu- og ákværuvald í málinu. ,,Það stendur ekki til og hefur ekki verið rætt sérstaklega."

Vinnuvélar og vörubílar seldir úr landi

Tugir vinnuvéla og stórra vörubíla eru verkefnalaustir um allt land. Vegna gengisbreytinga og hækkunar á olíuverði eru bílarnir reknir með miklu tapi. Til að losa sig út úr skuldum eru menn farnir að selja bílana úr landi.

Pólsk brauð í bakaríum Myllunnar

Fyrrverandi bakari hjá Myllunni segir brauðið sem Myllan selur í Hagkaupum flutt inn frá Póllandi; honum hafi verið sagt að ljúga þegar fólk spurði hvort bakkelsi væri bakað á staðnum.

Sjá næstu 50 fréttir