Innlent

Frjókornin farin á stjá

Grös velda gjarnan Íslendingum frjóofnæmi
Grös velda gjarnan Íslendingum frjóofnæmi

Nú þegar flestir gleðjast yfir sumarveðrinu er þó einn hópur manna ekki eins glaður og eru það frjóofnnæmissjúklingar. Síðustu 5 sumur hafa verið mikil frjókornasumur þannig að spurningin er hvort sumarið í ár verði einhver eftirbátur síðustu ára með frjókorn að gera.

Margrét Halldsóttir jarðfræðingur sér um frjómælingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún segir birkifrjókornin að mestu búin núna en að grösin séu að fara að taka við sér. Samkvæmt henni eru flestir Íslendingar fremur með ofnæmi fyrir grasi heldur en birki og því ofnæmi landans verra þegar líður á sumrið.

Ákjósanlegt veður fyrir frjókornsdreifingu er þurrt veður og smá gola sem feykir kornunum um. Um veðrið þessa dagana segir Margrét það vera ,,ágætis veður til að dreifa frjókornum, þurrt og sólríkt". Þannig að ef veðrið helst jafn gott og það er búið að vera mega frjóofnæmissjúklingar eiga von á kvefi og kláða í augum.

Asma-og ofnæmisfélagið heldur utan um upplýsingar um frjóofnæmi. Tonie Sørensen, hjúkrunarfræðingur hjá félaginu sagði um ofnæmisviðbrögðin að ,,sumir bólgna svoldið kröftuglega upp í augum og slímhúðin versnar þannig að þá bregður fólki svolítið við og hefur þá gjarnan samband við okkur til að fá upplýsingar". Önnur einkenni eru oftast stíflað nef og mikill hnerri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×