Innlent

Vilja fund vegna skjálfta á Suðurlandi

MYND/Valgarður

Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hafa farið þessi á leit við fyrsta þingmann kjördæmisins, Árna M. Mathiesen, að hann boði alþingismenn Suðurkjördæmis til fundar vegna nýafstaðinna jarðskjálfta.

Fram kemur í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þeir vilji boða á fundinn fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem harðast urðu úti í skjálftunum, forystumenn Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, Viðlagatryggingar Íslands, almannavarna á svæðinu og þar verði farið yfir afleiðingar jarðskjálftanna og staða mála rædd með heimamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×