Innlent

Eldsneytisþjófnaður í Eyjum

Mynd/Vísir

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú eldsneytisþjófnað þar í bæ sem tilkynnt var um í síðustu viku.

 

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að eldsneytinu hafi verið stolið af birgðatönkum í Viðlagafjöru en þeir eru í eigu Vestmannaeyjarbæjar. Lögregla þiggur allar upplýsingar sem varpað gætu ljósi á þjófnaðinn.

Þessu til viðbótar var lögreglunni í Eyjum tilkynnt um að skemmdaverk í síðustu viku. Þau voru unnin á tveim bátum þegar reynt var að gangsetja þá. Þetta er talið hafa verið gert um sjómannadagshelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×