Innlent

Ríkissaksóknari rannsakar ekki Baugsrannsókn

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari.

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að embættið muni ekki rannsaka aðdraganda Baugsmálsins og hvernig farið var með lögreglu- og ákværuvald í málinu. ,,Það stendur ekki til og hefur ekki verið rætt sérstaklega," sagði Valtýr í samtali við Vísi.

Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir í samtali við Vísi að hann vilji sjálfstæða rannsókn á Baugsmálinu. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og eðlilegt að hann myndi stjórna rannsókn á málinu," segir hann.

Um afstöðu Lúðvíks segir Valtýr að ekkert sé athugavert við hana. Hann segir að Baugsmálið verði skoðað ,,eins og önnur mál og reynt verði að draga lærdóm af því varðandi ákærugerð og annað slíkt en það verður ekki sérstaklega tekið fyrir."

Valtýr segir embættið vera að undirbúa sig fyrir gildistöku laga um meðferð sakamála sem taka gildi 1. janúar 2009. Með lögunum verður til nýtt embætti saksóknara sem verður gefinn ,,betri kostur á að hafa heildarsýn og eftirlit með ákværuvaldi í landinu." Valtýr segir að lögin eigi að styrkja embættið til framtíðar en þau munu ekki hafa áhrif á Baugsmálið og önnur mál.


Tengdar fréttir

Vill rannsaka rannsókn Baugsmálsins

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vill sjálfstæða rannsókn á Baugsmálinu. "Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og eðlilegt að hann myndi stjórna rannsókn á málinu," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×