Innlent

Baka á staðnum úr íslensku hráefni

Arnar Snær Rafnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Café Konditori Copenhagen, hafnar því alfarið sem neytandi fullyrti á Vísi í gær að brauðin þar séu hituð upp frosin.

Vísir hefur að undanförnu fjallað um starfshætti bakaría og stórmarkaða og fram hefur komið að hnetuvínarbrauð, kleinurhringir og brauð séu flutt inn en auglýst sem bökuð á staðnum.

Vísir birti í gær skoðanir og fullyrðingar neytenda um málið. Þar kom fram hjá einum að hann ynni skammt frá Café Conditori og samstarfsfólk hans fullyrti að þar væru engin brauð bökuð heldur væru þau hituð upp. Þá sagði hann áberandi dýrt að versla þar.

Arnar Snær segir að líkt og margir aðrir flytji þeir inni hnetuvínarbrauð og kleinuhringi frá Danmörku. „Restina bökum við á staðnum úr mestmegnis íslensku hráefni," segir Arnar. Þá hafnar hann því alfarið að þar á bæ sé almennt dýrara en gengur og gerist. Hann bendir á að Café Konditori sé í raun bæði bakarí og kaffihús og ef verð sé borið saman við kaffihús niðri í bæ og víðar þá sé Café Conditori sennilega ódýrasta kaffihúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×