Innlent

Sókn í gróðursetningu trjáa í Reykjavík

Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfis- og skipulagsráðs og Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfis- og skipulagsráðs og Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar hafa gert með sér samning um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli. Plöntunum verður komið fyrir á næstu þremur árum og greiðir Umhverfis- og samgöngusvið 20 milljónir fyrir plöntun árið 2008.

„Samningurinn hefur ómetanlegt gildi og er stærsta skrefið sem stigið hefur verið á liðnum árum til að bæta við skóglendi Reykjavíkur," segir Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×