Árangurslaus fundur hjá ríki og hjúkrunarfræðingum 10. júní 2008 15:20 Elsa B. Friðfinnsdóttir. MYND/Vilhelm Kjarafundur samninganefndar ríkisins með Félagi íslenksra hjúkrunarfræðinga í morgun skilaði engum árangri og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en eftir tvær vikur. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir áfram unnið að undirbúningi aðgerða til þess að knýja á um samning. Samningaviðræður ríkisins og hjúkrunarfræðinga hafa staðið með formlegum hætti frá 18. mars. Eftir fimm árángurslausa fundi var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem hún hefur verið síðan. Fundur var í síðustu viku og aftur nú í morgun en að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var hann árangurslaus með öllu. Ákveðið hafi verið að hittast næst eftir tvær vikur en það er hámarkstími sem líða má á milli funda hjá ríkissáttasemjara. Deilt er um hversu mikið laun hjúkrunarfræðinga skuli hækka og segir Elsa að ríkið hafi aðeins boðið sams konar samning og gerður var við BSRB á dögunum. Sá gildir til loka mars á næsta ári og kveður meðal annars á um 20 þúsund króna hækkun frá 1. maí. „Við teljum að með því séum við að skrifa upp á kjararýrnun og ég veit að slíkur samningur yrði aldrei samþykktur þannig að það yrði tilgangslaust að skrifa upp á hann," segir Elsa. Kosið um yfirvinnubann Hún segir því áfram unnið að því að undirbúa aðgerðir til þess að knýja ríkið til samninga. Þar vísar hún til yfirvinnubanns hjúkrunarfræðinga sem hæfist 10. júlí. Rafræn atkvæðagreiðsla hófst í dag um það hvort boða eigi til yfirvinnubannsins og stendur atkvæðagreiðsla til 22. júní. Niðurstaðan ætti því að liggja fyrir fyrir næsta samningafund. „Það er ljóst að ef af yfirvinnubanninu verður þá skapast neyðarástand frá fyrsta degi," segir Elsa. Hún segist enn fremur vonast til að þessar aðgerðir þrýsti á um samninga. „Maður vonar að ríkið sjái að sér, ekki síst í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að bæta stöðu kvennastétta," segir Elsa. Hún bendir enn fremur á að stöðugur skortur hafi verið á hjúkrunarfræðingum og þeir hafi verið að hverfa til annarra starfa. Það sé skylda stjórnvalda sem vilji halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi að tryggja viðunandi kjör fyrir hjúkrunarfræðinga. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Kjarafundur samninganefndar ríkisins með Félagi íslenksra hjúkrunarfræðinga í morgun skilaði engum árangri og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en eftir tvær vikur. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir áfram unnið að undirbúningi aðgerða til þess að knýja á um samning. Samningaviðræður ríkisins og hjúkrunarfræðinga hafa staðið með formlegum hætti frá 18. mars. Eftir fimm árángurslausa fundi var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem hún hefur verið síðan. Fundur var í síðustu viku og aftur nú í morgun en að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var hann árangurslaus með öllu. Ákveðið hafi verið að hittast næst eftir tvær vikur en það er hámarkstími sem líða má á milli funda hjá ríkissáttasemjara. Deilt er um hversu mikið laun hjúkrunarfræðinga skuli hækka og segir Elsa að ríkið hafi aðeins boðið sams konar samning og gerður var við BSRB á dögunum. Sá gildir til loka mars á næsta ári og kveður meðal annars á um 20 þúsund króna hækkun frá 1. maí. „Við teljum að með því séum við að skrifa upp á kjararýrnun og ég veit að slíkur samningur yrði aldrei samþykktur þannig að það yrði tilgangslaust að skrifa upp á hann," segir Elsa. Kosið um yfirvinnubann Hún segir því áfram unnið að því að undirbúa aðgerðir til þess að knýja ríkið til samninga. Þar vísar hún til yfirvinnubanns hjúkrunarfræðinga sem hæfist 10. júlí. Rafræn atkvæðagreiðsla hófst í dag um það hvort boða eigi til yfirvinnubannsins og stendur atkvæðagreiðsla til 22. júní. Niðurstaðan ætti því að liggja fyrir fyrir næsta samningafund. „Það er ljóst að ef af yfirvinnubanninu verður þá skapast neyðarástand frá fyrsta degi," segir Elsa. Hún segist enn fremur vonast til að þessar aðgerðir þrýsti á um samninga. „Maður vonar að ríkið sjái að sér, ekki síst í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að bæta stöðu kvennastétta," segir Elsa. Hún bendir enn fremur á að stöðugur skortur hafi verið á hjúkrunarfræðingum og þeir hafi verið að hverfa til annarra starfa. Það sé skylda stjórnvalda sem vilji halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi að tryggja viðunandi kjör fyrir hjúkrunarfræðinga.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira