Innlent

Dæmdur vegna ástarjárna og rassakrems

Stefán Karl Lúðvíksson. Eigandi erótísku verslunarinnar Amor.
Stefán Karl Lúðvíksson. Eigandi erótísku verslunarinnar Amor.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stefán Karl Lúðvíksson, eiganda erótísku verslunarinnar Amor, til að greiða 40.000 krónur í sekt fyrir að flytja til landsins ástarhandjárn og sleipiefnið Anal-ease.

Stefán var ákærður fyrir brot á vopnalögum, handjárnin gerð upptæk og kreminu fargað.

"Ég er nú bara erlendis og hef ekki heyrt af þessum dómi," sagði Stefán Karl þegar Vísir náði sambandi við hann.

Stefán sagðist fyrir dómi ekki líta svo á að handjárnin væru sambærileg við venjuleg handjárn. Hægt væri að losa sig úr þeim sjálfum og svipuð vara oft seld í leikfangaverslunum.

Stefán viðurkenndi að hafa flutt inn kremið Anal-ease en sagðist ekki hafa vitað að það innihéldi Benzocaine sem er lyfseðilskylt efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×