Fleiri fréttir Ný göng í Ólafsfjarðarmúla Líkur eru á að gera þurfi ný göng í gegnum Ólafsfjarðarmúla, aðeins sautján árum eftir að Múlagöng voru vígð. Ný göng kosta um fjóra milljarða króna. 8.4.2008 19:11 Framlag Íslendinga mikilvægt Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. 8.4.2008 18:45 Kanna hagkvæmni neðanjarðarlestar á höfuðborgarsvæðinu Verkfræðingar við Háskóla Íslands hafa myndað starfshóp til að kanna aðstæður fyrir neðanjarðarlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn mun meðal annars kanna hagkvæmni slíks kerfis. 8.4.2008 18:45 Móðgun á MySpace, barsmíðar á YouTube 8 unglingar á Flórída - 6 stelpur og 2 strákar á aldrinum 14 til 18 ára - hafa verið ákærðir fyrir að ganga í skrokk á 16 ára stúlku. Árásin var fest á filmu og áttia að birta á vefveitunni YouTube. 8.4.2008 18:30 Gripinn með þrjú kíló af amfetamíni í Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum handtók í samvinnu við tollgæsluna tvítugan mann í gær með rúmlega þrjú kíló af amfetamíni. Maðurinn var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann er sjötti maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Suðurnesjum grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl. 8.4.2008 18:30 Icejet græddi ekki krónu á Rúmeníuflugi Kostnaður við einkaþotuflug frá Íslandi til Rúmeníu nemur um það bil 4,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er sama upphæð og forsætisráðuneytið greiddi flugfélaginu Icejet fyrir þjónustuna eins og fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þetta þýðir að Icejet hefur ekki hagnast á viðskiptunum. 8.4.2008 18:17 Fjórir af hverjum tíu óku of hratt á Garðaflöt Tuttugu ökumenn geta átt von á sekt þar sem brot þeirra voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt að Smáraflöt að sögn lögreglu. 8.4.2008 17:17 Búist við að vörubílstjórar fjölmenni fyrir utan lögreglustöðina í fyrramálið Andófsmaðurinn Sturla Jónsson sem verið hefur nokkurskonar talsmaður vörubílstjóra í mótmælum síðustu daga hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni í fyrramálið. Lögreglan vildi ræða við hann í dag en hann segist ekki hafa nennt að mæta. Búast má við að félagar hans fjölmenni á lögreglustöðina í fyrramálið. 8.4.2008 17:04 Tókst með naumindum að bjarga lífi öryggisvarðar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sem grunaður er um að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku í verslun 10-11 í Austurstræti um helgina skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til á morgun. 8.4.2008 16:44 Stúlka með tvö andlit talin endurholdgun hindúagyðju Íbúar indverska þorpsins Saini Sunpura tilbiðja nú stúlkubarn sem fæddist með tvö andlit og telja það endurholdgaða hindúagyðju. 8.4.2008 16:37 Samið um lagningu Óshlíðarganga Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag. 8.4.2008 16:31 Gleymdi potti á eldavél Slökkvilið var kvatt að Vesturbergi 30 í Breiðholti laust eftir klukkan fjögur í dag vegna reyks sem lagði þar úr íbúð. 8.4.2008 16:25 Lithái í endurkomubanni breytti nafninu og sneri aftur Litháinn sem handtekinn var á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær hafði breytt nafni sínu og þannig slapp hann inn í landið þrátt fyrir endurkomubann. Hann heitir, eða hét, Emanuelis Kaukanaukas og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á amfetamíni með Norrænu árið 2005. 8.4.2008 16:18 Aðstoðuðu drukkinn útlending sem talaði torkennilegt mál Lögreglan á Akranesi lenti í nokkrum vandræðum aðfararnótt sunnudags þegar hún aðstoðaði illa drukkinn útlending í bænum að komast til síns heima. 8.4.2008 16:10 Vill hækka stöðumælagjaldið Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs vill hækka gjaldið í stöðumælana í Reykjavík. Hæsta gjald fyrir bílastæði í Reykjavík er 150 krónur á klukkustund en í Kaupmannahöfn eru teknar 426 krónur fyrir sambærilegt stæði að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði. 8.4.2008 15:46 Eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu marijúana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni um 114 grömm af marijúana sem lögregla fann við húsleit. 8.4.2008 15:43 Geir til Norður-Ameríku með áætlunarflugi Geir Haarde forsætisráðherra verður í Boston í Bandaríkjunum og St. John's á Nýfundnalandi, Kanada, dagana 10.-16. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að hann ferðist með áætlunarflugi. 8.4.2008 15:37 Gagnrýndi fyrirvaralausan stuðning við eldflaugavarnakerfi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndi harðlega fyrirvaralausan stuðning íslenskra stjórnvalda við þau áform Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. 8.4.2008 15:22 Fengu einkaþotu á „einstöku kynningarverði" Kostnaður vegna leigu á einkaflugvél vegna ferðar forsætisráðherra og utanríkisráðherra á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku nam 4,2 milljónum króna. 8.4.2008 15:16 Krepputilboð handa Ameríkönum í Feneyjum Hið fornfræga veitingahús Harry‘s Bar í Feneyjum, þar sem rithöfundurinn Ernest Hemingway sat löngum stundum að áti og stífri martini-drykkju, býður amerískum ferðamönnum nú rausnarlegt krepputilboð til huggunar þegar bandaríkjadalur stendur höllum fæti gagnvart evrunni. 8.4.2008 15:14 Kostnaður við framboð til Öryggisráðs yfir 250 milljónir króna Kostnaður við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í haust nemur um 250-300 milljónir króna frá árinu 2001 og Ísland hefur fengið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. 8.4.2008 14:53 Bandaríkin verða að fresta heimkvaðningu hers frá Írak David Petraeus hershöfðingi í bandaríska hernum og helsti leiðtogi hersins í Írak hefur mælt með að herlið Bandaríkjanna verði ekki kallað heim fyrr en eftir júlímánuð. Það verði gert til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í landinu. Hann lofaði mikilvægar, en breytilegar, framfarir í öryggismálum og sagði að herlið þyrftu tíma til að meta aðstæður í sumar. 8.4.2008 14:42 Forsætisráðherrar funda í Riksgränsan Forsætisráðherrar Norðurlanda eru saman komnir í sól og vetrarblíðu í Riksgränsan nyrst í Svíþjóð. Frederik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar bauð í hádeginu alla velkomna á hnattvæðingarráðstefnuna sem nefnd er ”Norrænn Davosfundur”. 8.4.2008 14:30 Banaslys á Eyrarbakkavegi Banaslys varð á Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi á tólfta tímanum í morgun. Árekstur varð með þeim hætti að jeppling var ekið af Kaldaðarnesvegi inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir vörubifreið sem ekið var til suðurs. 8.4.2008 14:20 Svavar verður fulltrúi í Addis Ababa samhliða sendiherrastörfum Svavar Gestsson sendiherra verður fulltrúi Íslands í Addis Ababa í Eþíópíu næstu sex mánuði og á hann að fylgja eftir og efla enn frekar samstarf Íslands við Afríkusambandið og einstök Afríkuríki. 8.4.2008 14:20 Samráð um þjóðaröryggismál vor og haust Geir H. Haarde forsætisráðherra ritaði fomönnum stjórnmálaflokka bréf í gær þar sem tilkynnt var að nýtt reglubundið samráð þeirra um þjóðaröryggismál yrði komið á. 8.4.2008 14:13 Samdráttur í sölu nýrra bifreiða vel merkjanlegur Samdrátt í sölu nýrra bifreiða má vel merkja af sölutölum fyrstu þriggja mánaða ársins frá Bílgreinasambandinu og Umferðarstofu. 8.4.2008 14:01 Barnungir veggjakrotarar gómaðir Veggjakrotarar á barnaskólaaldri voru gómaðir í Hafnarfirði um helgina. Um var að ræða tvo pilta sem höfðu að öllum líkindum komist yfir spreybrúsa á heimili annars þeirra en úr brúsanum höfðu þeir úðað á tvö hús, þar af annað íbúðarhús. 8.4.2008 13:48 Synir Díönu fagna úrskurði kviðdóms Vilhjálmur og Harry synir Díönu prinsessu hafa fagnað úrskurði kviðdóms í réttarrannsókninni á dauða móður þeirra í bílslysi í París árið 1997. Í skilaboðum til kviðdómenda sögðu prinsarnir að þeir væru sammála niðurstöðunni sem þeir komust að; „Og við erum báðir afar þakklátir.“ 8.4.2008 13:48 Sögðu Gore frá áhuga álfyrirtækja á ódýrri raforku Stjórn Framtíðarlandsins hefur skrifað Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og handhafa friðarverðlauna Nóbels, opið bréf vegna heimsóknar hans til landsins. 8.4.2008 13:30 Rifbeinsbrot á Íslandi tefur fyrir heimshlaupi breskrar konu Bresk kona, sem er ferð í kringum hnött á tveimur jafnfljótum, tefst hér á landi vegna þess að hún datt og rifbeinsbrotnaði. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 8.4.2008 13:15 Brot ökumanna á Ásabraut mynduð Lögregla myndaði brot 20 ökumanna á Ásabraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Ásabraut í vesturátt, við Birkiás. 8.4.2008 13:10 Verkfræðiprófessor vill raforkukauphöll á Íslandi Álver munu í framtíðinni flytjast frá Íslandi ef hugmyndir Egils Hreinssonar, prófessors við verkfræðideild HÍ, verða að veruleika. 8.4.2008 13:00 Brot 400 mannabeina frá 11. september rannsökuð Tekist hefur að bera kennsl á fjögur fórnarlömb árásarinnar á World Trade Center 11. september 2001 með rannsóknum á erfðaefnum úr beinum sem fundust undir malbiki nálægt vettvanginum. 8.4.2008 12:53 Skrifað undir samning um Óshlíðargöng í dag Fulltrúar frá Vegagerðinni, Íslenskum aðalverktökum og Marti Contractors frá Sviss undirrita í dag samning um svonefnd Óshlíðargöng á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og hefjast framkvæmdir innan tíðar. 8.4.2008 12:45 Breytinga á lögum ekki að vænta fyrr en á haustþingi Fjármálaráðherra segir að óskir vöru- og sendibílstjóra verði hafðar til hliðsjónar við breytingar á lögum en að breytinga sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á haustþingi. 8.4.2008 12:30 Ríkið gerir tilkall til umhverfistákns Akureyrar Ríkið, undir forystu Árna Mathiesen fjármálaráðherra, hefur gert tilkall í eitt helsta umhverfistákn Akureyrar, fjallið Súlur. Heimamenn hyggjast grípa til varna. 8.4.2008 12:15 Hættir sem formaður BHM eftir óróa á aðalfundi Halldóra Friðjónsdóttir stígur úr stóli formanns Bandalags háskólamanna eftir að upp úr sauð á aðalfundi bandalagsins fyrir helgi. Ákveðin óánægja hefur verið með framgöngu formannsins, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður stærsta stéttarfélagsins innan BHM. 8.4.2008 12:01 Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. 8.4.2008 11:48 Vörubílstjórar hóta því að lama þjóðfélagið Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu daga, segir lítið hafa komið út úr fundi hans og Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Bílstjórarnir hóta enn alvarlegri aðgerðum en þegar hafa litið dagsins ljós. „Í raun og veru kom ekkert út úr þessum fundi. Við fengum bara sömu svör og hjá Geir þegar hann var fjármálaráðherra," segir Sturla. 8.4.2008 11:46 Alvarlegt umferðarslys á Eyrarbakkavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi fyrir stundu þar sem vörubíll og jepplingur rákust saman. 8.4.2008 11:35 Settu á svið hópslys á Bláfjallavegi Það leit út fyrir alvarlegt hópslys á Bláfjallavegi við Sandskeið í morgun þar sem strætó fór út af veginum þegar bílstjórinn reyndi að komast hjá árekstri við fólksbíl. 8.4.2008 11:28 Hillary vill sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna Hillary Clinton hefur hvatt George Bush Bandaríkjaforseta til að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking nema kínversk stjórnvöld geri meiriháttar breytingar á stefnu sinni í mannréttindarmálum. 8.4.2008 11:14 Sæfari siglir loks til Grímseyjar á föstudag Grímseyingar gleðjast væntanlega á föstudag því þá fer Grímseyjarferjan Sæfari í sína fyrstu ferð frá Dalvík. Farið verður klukkan 10 og er fjölmiðlum boðið með í för samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.4.2008 11:03 Álfheiður spyr ítarlega um flug til Búkarest Álfheiður Ingadóttir, þingamaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til munnlegs svars um flug ráðherra í einkaþotu á fund NATO í Búkarest í síðustu viku. 8.4.2008 10:46 Sjá næstu 50 fréttir
Ný göng í Ólafsfjarðarmúla Líkur eru á að gera þurfi ný göng í gegnum Ólafsfjarðarmúla, aðeins sautján árum eftir að Múlagöng voru vígð. Ný göng kosta um fjóra milljarða króna. 8.4.2008 19:11
Framlag Íslendinga mikilvægt Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. 8.4.2008 18:45
Kanna hagkvæmni neðanjarðarlestar á höfuðborgarsvæðinu Verkfræðingar við Háskóla Íslands hafa myndað starfshóp til að kanna aðstæður fyrir neðanjarðarlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn mun meðal annars kanna hagkvæmni slíks kerfis. 8.4.2008 18:45
Móðgun á MySpace, barsmíðar á YouTube 8 unglingar á Flórída - 6 stelpur og 2 strákar á aldrinum 14 til 18 ára - hafa verið ákærðir fyrir að ganga í skrokk á 16 ára stúlku. Árásin var fest á filmu og áttia að birta á vefveitunni YouTube. 8.4.2008 18:30
Gripinn með þrjú kíló af amfetamíni í Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum handtók í samvinnu við tollgæsluna tvítugan mann í gær með rúmlega þrjú kíló af amfetamíni. Maðurinn var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann er sjötti maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Suðurnesjum grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl. 8.4.2008 18:30
Icejet græddi ekki krónu á Rúmeníuflugi Kostnaður við einkaþotuflug frá Íslandi til Rúmeníu nemur um það bil 4,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er sama upphæð og forsætisráðuneytið greiddi flugfélaginu Icejet fyrir þjónustuna eins og fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þetta þýðir að Icejet hefur ekki hagnast á viðskiptunum. 8.4.2008 18:17
Fjórir af hverjum tíu óku of hratt á Garðaflöt Tuttugu ökumenn geta átt von á sekt þar sem brot þeirra voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt að Smáraflöt að sögn lögreglu. 8.4.2008 17:17
Búist við að vörubílstjórar fjölmenni fyrir utan lögreglustöðina í fyrramálið Andófsmaðurinn Sturla Jónsson sem verið hefur nokkurskonar talsmaður vörubílstjóra í mótmælum síðustu daga hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni í fyrramálið. Lögreglan vildi ræða við hann í dag en hann segist ekki hafa nennt að mæta. Búast má við að félagar hans fjölmenni á lögreglustöðina í fyrramálið. 8.4.2008 17:04
Tókst með naumindum að bjarga lífi öryggisvarðar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sem grunaður er um að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku í verslun 10-11 í Austurstræti um helgina skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til á morgun. 8.4.2008 16:44
Stúlka með tvö andlit talin endurholdgun hindúagyðju Íbúar indverska þorpsins Saini Sunpura tilbiðja nú stúlkubarn sem fæddist með tvö andlit og telja það endurholdgaða hindúagyðju. 8.4.2008 16:37
Samið um lagningu Óshlíðarganga Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag. 8.4.2008 16:31
Gleymdi potti á eldavél Slökkvilið var kvatt að Vesturbergi 30 í Breiðholti laust eftir klukkan fjögur í dag vegna reyks sem lagði þar úr íbúð. 8.4.2008 16:25
Lithái í endurkomubanni breytti nafninu og sneri aftur Litháinn sem handtekinn var á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær hafði breytt nafni sínu og þannig slapp hann inn í landið þrátt fyrir endurkomubann. Hann heitir, eða hét, Emanuelis Kaukanaukas og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á amfetamíni með Norrænu árið 2005. 8.4.2008 16:18
Aðstoðuðu drukkinn útlending sem talaði torkennilegt mál Lögreglan á Akranesi lenti í nokkrum vandræðum aðfararnótt sunnudags þegar hún aðstoðaði illa drukkinn útlending í bænum að komast til síns heima. 8.4.2008 16:10
Vill hækka stöðumælagjaldið Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs vill hækka gjaldið í stöðumælana í Reykjavík. Hæsta gjald fyrir bílastæði í Reykjavík er 150 krónur á klukkustund en í Kaupmannahöfn eru teknar 426 krónur fyrir sambærilegt stæði að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði. 8.4.2008 15:46
Eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu marijúana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni um 114 grömm af marijúana sem lögregla fann við húsleit. 8.4.2008 15:43
Geir til Norður-Ameríku með áætlunarflugi Geir Haarde forsætisráðherra verður í Boston í Bandaríkjunum og St. John's á Nýfundnalandi, Kanada, dagana 10.-16. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að hann ferðist með áætlunarflugi. 8.4.2008 15:37
Gagnrýndi fyrirvaralausan stuðning við eldflaugavarnakerfi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndi harðlega fyrirvaralausan stuðning íslenskra stjórnvalda við þau áform Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. 8.4.2008 15:22
Fengu einkaþotu á „einstöku kynningarverði" Kostnaður vegna leigu á einkaflugvél vegna ferðar forsætisráðherra og utanríkisráðherra á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku nam 4,2 milljónum króna. 8.4.2008 15:16
Krepputilboð handa Ameríkönum í Feneyjum Hið fornfræga veitingahús Harry‘s Bar í Feneyjum, þar sem rithöfundurinn Ernest Hemingway sat löngum stundum að áti og stífri martini-drykkju, býður amerískum ferðamönnum nú rausnarlegt krepputilboð til huggunar þegar bandaríkjadalur stendur höllum fæti gagnvart evrunni. 8.4.2008 15:14
Kostnaður við framboð til Öryggisráðs yfir 250 milljónir króna Kostnaður við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í haust nemur um 250-300 milljónir króna frá árinu 2001 og Ísland hefur fengið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. 8.4.2008 14:53
Bandaríkin verða að fresta heimkvaðningu hers frá Írak David Petraeus hershöfðingi í bandaríska hernum og helsti leiðtogi hersins í Írak hefur mælt með að herlið Bandaríkjanna verði ekki kallað heim fyrr en eftir júlímánuð. Það verði gert til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í landinu. Hann lofaði mikilvægar, en breytilegar, framfarir í öryggismálum og sagði að herlið þyrftu tíma til að meta aðstæður í sumar. 8.4.2008 14:42
Forsætisráðherrar funda í Riksgränsan Forsætisráðherrar Norðurlanda eru saman komnir í sól og vetrarblíðu í Riksgränsan nyrst í Svíþjóð. Frederik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar bauð í hádeginu alla velkomna á hnattvæðingarráðstefnuna sem nefnd er ”Norrænn Davosfundur”. 8.4.2008 14:30
Banaslys á Eyrarbakkavegi Banaslys varð á Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi á tólfta tímanum í morgun. Árekstur varð með þeim hætti að jeppling var ekið af Kaldaðarnesvegi inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir vörubifreið sem ekið var til suðurs. 8.4.2008 14:20
Svavar verður fulltrúi í Addis Ababa samhliða sendiherrastörfum Svavar Gestsson sendiherra verður fulltrúi Íslands í Addis Ababa í Eþíópíu næstu sex mánuði og á hann að fylgja eftir og efla enn frekar samstarf Íslands við Afríkusambandið og einstök Afríkuríki. 8.4.2008 14:20
Samráð um þjóðaröryggismál vor og haust Geir H. Haarde forsætisráðherra ritaði fomönnum stjórnmálaflokka bréf í gær þar sem tilkynnt var að nýtt reglubundið samráð þeirra um þjóðaröryggismál yrði komið á. 8.4.2008 14:13
Samdráttur í sölu nýrra bifreiða vel merkjanlegur Samdrátt í sölu nýrra bifreiða má vel merkja af sölutölum fyrstu þriggja mánaða ársins frá Bílgreinasambandinu og Umferðarstofu. 8.4.2008 14:01
Barnungir veggjakrotarar gómaðir Veggjakrotarar á barnaskólaaldri voru gómaðir í Hafnarfirði um helgina. Um var að ræða tvo pilta sem höfðu að öllum líkindum komist yfir spreybrúsa á heimili annars þeirra en úr brúsanum höfðu þeir úðað á tvö hús, þar af annað íbúðarhús. 8.4.2008 13:48
Synir Díönu fagna úrskurði kviðdóms Vilhjálmur og Harry synir Díönu prinsessu hafa fagnað úrskurði kviðdóms í réttarrannsókninni á dauða móður þeirra í bílslysi í París árið 1997. Í skilaboðum til kviðdómenda sögðu prinsarnir að þeir væru sammála niðurstöðunni sem þeir komust að; „Og við erum báðir afar þakklátir.“ 8.4.2008 13:48
Sögðu Gore frá áhuga álfyrirtækja á ódýrri raforku Stjórn Framtíðarlandsins hefur skrifað Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og handhafa friðarverðlauna Nóbels, opið bréf vegna heimsóknar hans til landsins. 8.4.2008 13:30
Rifbeinsbrot á Íslandi tefur fyrir heimshlaupi breskrar konu Bresk kona, sem er ferð í kringum hnött á tveimur jafnfljótum, tefst hér á landi vegna þess að hún datt og rifbeinsbrotnaði. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 8.4.2008 13:15
Brot ökumanna á Ásabraut mynduð Lögregla myndaði brot 20 ökumanna á Ásabraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Ásabraut í vesturátt, við Birkiás. 8.4.2008 13:10
Verkfræðiprófessor vill raforkukauphöll á Íslandi Álver munu í framtíðinni flytjast frá Íslandi ef hugmyndir Egils Hreinssonar, prófessors við verkfræðideild HÍ, verða að veruleika. 8.4.2008 13:00
Brot 400 mannabeina frá 11. september rannsökuð Tekist hefur að bera kennsl á fjögur fórnarlömb árásarinnar á World Trade Center 11. september 2001 með rannsóknum á erfðaefnum úr beinum sem fundust undir malbiki nálægt vettvanginum. 8.4.2008 12:53
Skrifað undir samning um Óshlíðargöng í dag Fulltrúar frá Vegagerðinni, Íslenskum aðalverktökum og Marti Contractors frá Sviss undirrita í dag samning um svonefnd Óshlíðargöng á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og hefjast framkvæmdir innan tíðar. 8.4.2008 12:45
Breytinga á lögum ekki að vænta fyrr en á haustþingi Fjármálaráðherra segir að óskir vöru- og sendibílstjóra verði hafðar til hliðsjónar við breytingar á lögum en að breytinga sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á haustþingi. 8.4.2008 12:30
Ríkið gerir tilkall til umhverfistákns Akureyrar Ríkið, undir forystu Árna Mathiesen fjármálaráðherra, hefur gert tilkall í eitt helsta umhverfistákn Akureyrar, fjallið Súlur. Heimamenn hyggjast grípa til varna. 8.4.2008 12:15
Hættir sem formaður BHM eftir óróa á aðalfundi Halldóra Friðjónsdóttir stígur úr stóli formanns Bandalags háskólamanna eftir að upp úr sauð á aðalfundi bandalagsins fyrir helgi. Ákveðin óánægja hefur verið með framgöngu formannsins, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður stærsta stéttarfélagsins innan BHM. 8.4.2008 12:01
Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. 8.4.2008 11:48
Vörubílstjórar hóta því að lama þjóðfélagið Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu daga, segir lítið hafa komið út úr fundi hans og Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Bílstjórarnir hóta enn alvarlegri aðgerðum en þegar hafa litið dagsins ljós. „Í raun og veru kom ekkert út úr þessum fundi. Við fengum bara sömu svör og hjá Geir þegar hann var fjármálaráðherra," segir Sturla. 8.4.2008 11:46
Alvarlegt umferðarslys á Eyrarbakkavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi fyrir stundu þar sem vörubíll og jepplingur rákust saman. 8.4.2008 11:35
Settu á svið hópslys á Bláfjallavegi Það leit út fyrir alvarlegt hópslys á Bláfjallavegi við Sandskeið í morgun þar sem strætó fór út af veginum þegar bílstjórinn reyndi að komast hjá árekstri við fólksbíl. 8.4.2008 11:28
Hillary vill sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna Hillary Clinton hefur hvatt George Bush Bandaríkjaforseta til að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking nema kínversk stjórnvöld geri meiriháttar breytingar á stefnu sinni í mannréttindarmálum. 8.4.2008 11:14
Sæfari siglir loks til Grímseyjar á föstudag Grímseyingar gleðjast væntanlega á föstudag því þá fer Grímseyjarferjan Sæfari í sína fyrstu ferð frá Dalvík. Farið verður klukkan 10 og er fjölmiðlum boðið með í för samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.4.2008 11:03
Álfheiður spyr ítarlega um flug til Búkarest Álfheiður Ingadóttir, þingamaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til munnlegs svars um flug ráðherra í einkaþotu á fund NATO í Búkarest í síðustu viku. 8.4.2008 10:46