Innlent

Banaslys á Eyrarbakkavegi

Frá slysstað í morgun. Mynd/ GKS.
Frá slysstað í morgun. Mynd/ GKS.

Banaslys varð á Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi á tólfta tímanum í morgun. Slysið varð með þeim hætti að jeppling var ekið af Kaldaðarnesvegi inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir vörubifreið sem ekið var til suðurs.

Ökumaður jepplingsins var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir að lífgunartilraunir höfðu ekki borið árangur. Þyrla var ræst út en afturkölluð.

Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist ekki en hlaut viðeigandi aðhlynningu. Ökumennirnir voru einir í ökutækjum sínum. Eyrarbakkavegi var lokað eftir slysið á meðan vettvangsrannsókn fór fram og hreinsun. Bæði ökutækin voru mikið skemmd og óökufær eftir.

Rannsókn fer fram á slysinu og aðdraganda þess og óskar lögreglan eftir vitnum í síma 480 1010. Að svo stöddu er ekki hægt að greina frá nafni hins látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×