Erlent

Synir Díönu fagna úrskurði kviðdóms

MYND/Getty Images

Vilhjálmur og Harry synir Díönu prinsessu hafa fagnað úrskurði kviðdóms í réttarrannsókninni á dauða móður þeirra í bílslysi í París árið 1997. Í skilaboðum til kviðdómenda sögðu prinsarnir að þeir væru sammála niðurstöðunni sem þeir komust að; „Og við erum báðir afar þakklátir.“

Niðurstaða réttarrannsóknarinnar var að Díana og Dodi hefðu látist af völdum gáleysis vegna stórkostlegrar vanrækslu einkabílstjórans Henry Paul og paparazzi ljósmyndara.

Mohamed Al Fayed, faðir Dodi, hefur hins vegar neitað að samþykkja úrskurðinn.

Prinsarnir þökkuðu kviðdómnum það umburðarlyndi sem þeir hafi sýnt með truflun á lífi þeirra síðustu sex mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×