Innlent

Skrifað undir samning um Óshlíðargöng í dag

Fulltrúar frá Vegagerðinni, Íslenskum aðalverktökum og Marti Contractors frá Sviss undirrita í dag samning um svonefnd Óshlíðargöng á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og hefjast framkvæmdir innan tíðar.

Göngin verða liðlega fimm kílómetra löng en auk þess verða byggðar tvær nýjar brýr og vegakaflar beggja vegna ganganna. Þegar til kemur verður einn hættulegasti vegarkafli á landinu úr sögunni. Þar fellur grjót iðulega á veginn, snjóflóð falla á hann að vetrarlagi og í stórviðrum gengur sjór stundum upp á veginn.

Verktakarnir ætla að vinna verkið fyrir tæpa þrjá og hálfan milljarð króna sem er talsvert lægra en Vegagerðin hafði áætlað, eða 88 prósent af kostnaðarverði. Þetta er lægsta tilboð af þeim fjórum, sem bárust. Brýrnar tvær verða yfir Ósá og Hnífsdalsá og vegskálar við gangaenda verða samtals rúmlega 300 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×