Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Eyrarbakkavegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi fyrir stundu þar sem vörubíll og jepplingur rákust saman.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er ökumaður fastur í jepplingnum og er unnið að því að ná honum út. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kvödd á staðinn en hún var stödd nærri Bláfjallavegi að taka þátt í æfingu lögreglunema þegar hjálparbeiðni barst.

Frekari upplýsingar hafa ekki fengist um slysið enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×