Innlent

Rifbeinsbrot á Íslandi tefur fyrir heimshlaupi breskrar konu

Rætt var við Pope í Íslandi í dag þegar hún kom hingað til lands.
Rætt var við Pope í Íslandi í dag þegar hún kom hingað til lands. MYND/Stöð 2

Bresk kona, sem er ferð í kringum hnött á tveimur jafnfljótum, tefst hér á landi vegna þess að hún datt og rifbeinsbrotnaði. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Hins 61 árs gamla Rosie Swale Pope hóf hlaup sitt í kringum hnöttinn í október 2003 og bjóst við að vera tvö ár á leiðinni. Nú eru hins vegar fjögur og hálft ár liðin og styttist í að hún ljúki hlaupinu í heimabæ sínum í Tenby í Pembroke-skíri í Englandi.

Pope kom hingað til lands í febrúar og á hlaupum sínum á Norðurlandi skrikaði henni fótur sem varð til þess að hún féll. Pope dregur á eftir sér kerru sem nefnist Ísfuglinn og stakkst annað handfangið úr kerrunni í síðuna á henni með þeim afleiðingum að hún rifbeinsbrotnaði. Samkvæmt frétt BBC þarf Pope að hvíla sig í að minnsta kosti tvær vikur áður en hún heldur áfram hlaupinu. Þangað til að hún hefur jafnað sig dvelur hún í tjaldi í Mývatnssveit.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu hennar verður fljótlega tilkynnt um síðasta áfangann í hlaupinu, frá Skotlandi til Tenby.

Þetta er ekki fyrsta óhapp Pope á hlaupum sínum því hún hefur meðal annars orðið fyrir rútu og þá hefur hún einnig glímt við lungnabólgu og kal. Pope lagði upp í ferðina til þess að vekja krabbameini í blöðruhálskirtli en maðurinn hennar, Clive Pope, lést úr sjúkdómnum. Jafnframt hyggst hún safna fé fyrir barnaheimili í Kitezh í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×