Innlent

Saman­tekt: Björg Magnús­dóttir leiðir lista Við­reisnar í borginni

Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Róbert, Aðalsteinn, Signý og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík.
Róbert, Aðalsteinn, Signý og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík. Kári Einars

Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona mun leiða lista Viðreisnar í borginni eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör flokksins í Reykjavík í kvöld með tæplega helming greiddra atkvæða.

Fjórir buðu sig fram; Aðalsteinn Leifsson, Róbert Ragnarsson, Signý Sigurðardóttir og Björg, sem hlaut 1.011 atkvæði (48%) en um 2.109 greiddu atkvæði. Aðalsteinn var í öðru sæti með tæplega sex hundruð atkvæði (27,9 %), svo Róbert með tæplega fimm hundruð (22,8) og Signý með 28 atkvæði (1,3 %).

Úrslitin voru kunngjörð á Petersen-svítunni í kvöld.

„Það verður lúxusvandamál að koma saman öflugum lista,“ sagði Björg í viðtali við Sýn þegar úrslitin höfðu verið kynnt en uppstillinganefnd mun skipa í neði sætin. 

Björg kveðst ekki útiloka samstarf með neinum flokki í borgarstjórn. Hún viti ekki nóg til þess að geta úttalað sig um slíkt að svo komnu máli. 

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×