Innlent

Icejet græddi ekki krónu á Rúmeníuflugi

Dornier vél þeirrar gerðar sem ráðherrar og föruneyti þeirra flugi í til Rúmeníu.
Dornier vél þeirrar gerðar sem ráðherrar og föruneyti þeirra flugi í til Rúmeníu.

Kostnaður við einkaþotuflug frá Íslandi til Rúmeníu nemur um það bil 4,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er sama upphæð og forsætisráðuneytið greiddi flugfélaginu Icejet fyrir þjónustuna eins og fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þetta þýðir að Icejet hefur ekki hagnast á viðskiptunum.

Heimildarmenn Vísis úr einkaþotugeiranum fullyrða að kostnaður við sambærilegt flug frá Íslandi til Búkarest sé rúmlega fjórar milljónir króna. Jón Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Icejet, vill ekki tjá sig um kostnaðinn við flugið en tekur undir með ráðuneytinu að um einstakt kynningarverð hafi verið að ræða.

„Ég kom nú að því að skrifa tilkynninguna með ráðuneytinu og ekkert meira um það að segja. Þetta var bara mjörg góður díll," segir Jón Ingi. „Þeir óskuðu eftir tilboði og við gáfum þeim þetta verð til að kynna þjónustu okkar fyrir þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×