Innlent

Samráð um þjóðaröryggismál vor og haust

MYND/GVA

Geir H. Haarde forsætisráðherra ritaði fomönnum stjórnmálaflokka bréf í gær þar sem tilkynnt var að nýtt reglubundið samráð þeirra um þjóðaröryggismál yrði komið á. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um utanríkismál og alþjóðamál á Alþingi í dag.

Þar sagði hún að gert væri ráð fyrir að formenn flokkanna hittust vor og haust til þess að fjalla um stöðu og þróun mála varðandi þjóðaröryggi og hættumat, stöðu mála innan alþjóðastofnana og samráð við helstu samstarfsríki. Þetta samráð myndi koma til viðbótar öflugu starfi utanríkismálanefndar. Með þessu væri komin til framkvæmda yfirlýsing ríkisstjórnarinnar úr stjórnarsáttmála.

Þá sagði utanríkisráðherra að eftir ætti að skoða sérstaklega hvernig almennt mætti stuðla að auknum rannsóknum á sviði öryggis og varnarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×