Innlent

Gleymdi potti á eldavél

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Anton

Slökkvilið var kvatt að Vesturbergi 30 í Breiðholti laust eftir klukkan fjögur í dag vegna reyks sem lagði þar úr íbúð. 

Í ljós kom að húsráðandi, sem var heima, hafði gleymt potti á eldavél og steig mikill reykur upp úr honum. Maðurinn var ekki í hættu og heilsast honum vel að sögn slökkviliðs. Unnið er að reykræstingu á staðnum.

Þá hefur verið mikið um að vera hjá slökkviliði í dag í sjúkraflutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×