Erlent

Brot 400 mannabeina frá 11. september rannsökuð

Einmana máfur sveimar yfir "ground zero" 12. september 2001.
Einmana máfur sveimar yfir "ground zero" 12. september 2001.

Tekist hefur að bera kennsl á fjögur fórnarlömb árásarinnar á World Trade Center 11. september 2001 með rannsóknum á erfðaefnum úr beinum sem fundust undir malbiki nálægt vettvanginum.

Um 400 brot af mannabeinum hafa fundist undir malbikslagi vegar sem notaður var til að flytja brak tvíburaturnanna á burt. Meðal þeirra sem nýverið voru borin kennsl á eru Ronald Keith Milstein og Alejandro Castano en sá síðarnefndi starfaði sem sendill hjá ritfangafyrirtæki og var að afhenda fyrirtæki á 97. hæð suðurturnsins sendingu af pennum og pappír þegar árásin var gerð.

Jarðneskar leifar fórnarlamba hafa einnig fundist þar sem bygging Deutsche Bank stóð og á Liberty Street en í allt hafa fundist 21.000 líkamshlutar af einhverju tagi á svæðinu, þar af 1.800 sl. tvö ár. Enn á eftir að bera kennsl á líkamsleifar yfir 40% af þeim 2.749 sem fórust í og við World Trade Center 11. september 2001. Sérfræðingar á vegum borgarinnar beita nú nýrri tækni til að vinna erfðaefni úr þeim líkamsleifum sem finnast.

AP greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×