Erlent

Forsætisráðherrar funda í Riksgränsan

Forsætisráðherrarnir mæta til fundar.
Forsætisráðherrarnir mæta til fundar. Mynd/ Johannes Jansson

Forsætisráðherrar Norðurlanda funda þessa stundina í Riksgränsan, nyrst í Svíþjóð. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, bauð í hádeginu alla velkomna á hnattvæðingarráðstefnuna sem nefnd er "Norrænn Davosfundur".

„Reinfeldt, sem er gestgjafi fundarins, kynnti jafnframt erlenda gesti sem sitja fundinn; Prófessor Jagdish N. Bhagwati frá Columbia University, Quentin Peel, leiðarahöfund á Financial Times og André Sapir frá Université Libre í Brussel.

Markmiðið fundarins í Riksgränsan í Norður-Svíþjóð, sem ber yfirskriftina "Samkeppnishæf Norðurlönd í hnattvæddum heimi" er að ýta undir og stuðla að umræðu um möguleika og tækifæri hnattvæðingarinnar.

Fundurinn í Riksgränsan er fyrsta hnattvæðingarráðstefna á norrænum vettvangi og er gert ráð fyrir að hún verði haldin árlega. Svíar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári og á því næsta ári taka Íslendingar við," segir í tilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×