Innlent

Fjórir af hverjum tíu óku of hratt á Garðaflöt

Tuttugu ökumenn geta átt von á sekt þar sem brot þeirra voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt að Smáraflöt að sögn lögreglu.

Á einni klukkustund eftir hádegi fóru 49 ökutæki þessa akstursleið og því ók stór hluti ökumanna, eða 41 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 48 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Níu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 61, eða á rúmlega tvöföldum hámarkshraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×