Fleiri fréttir

Kínversk stjórnvöld múlbinda fréttamenn

Frelsi fjölmiðla hefur verið nær óþekkt fyrirbæri í Kína frá því að kommúnistar tóku þar völdin um miðja síðustu öld. Stjórnvöld í Kína hafa vakandi auga með öllu sem birt er, sérstaklega í ríkisfjölmiðlunum

Hillary Clinton táraðist í New Hampshire

Forkosningarnar í New Hampshire eru í dag og það lítur allt út fyrir að demókratinn Barak Obama og repúblikaninn John McCain muni fara með sigur af hólmi

Vilja að ríkið hlusti á kröfur verkalýðshreyfingarinnar

Vinstri-grænir á Akureyri skora á ríkisstjórnina að koma myndarlega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að bæta kjör tekjulægri hópa samfélagsins með hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og auknum stuðningi við fólk vegna stóraukins húsnæðiskostnaðar.

Díana prinsessa var hætt með Dodi

Ástarævintýri Díönu prinsessu og Dodis Fayed var lokið tveimur vikum áður en hún lést í hörmulegu bílslysi í París í ágúst 1997. Rannsókn á andláti Díönu hefur staðið yfir frá því í haust. Við vitnaleiðslur yfir Rodney Turner, sem var náinn vinur Díönu, sagði hann að prinsessan hefði fullyrt við sig að samband þeirra væri á enda. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian.

Maðurinn sem lést í Tunguseli

Maðurinn sem lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík í morgun hét Hilmar Ragnarsson, Hann var 45 ára gamall úr Reykjavík og lætur eftir sig þrjú börn á aldrinum 6 til 15 ára. Kona og tveir drengir, sem bjuggu í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp, björguðust.

Gasleki á Bragagötu

Slökkviliðið var kallað að húsi við Bragagötu í kvöld en þar lak gas úr gaskúti. Ekki er vitað hve margir voru í húsinu þegar lekinn kom upp, en fólkið yfirgaf húsið á meðan slökkviliðið kannaði aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki talið að mikil hætta hafi verið á ferðum.

Banaslysið í Reykjanesbæ enn í rannsókn

Farbann yfir karli, sem talið er að hafi ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ í lok nóvember, með þeim afleiðingum að hann lést, rennur út á morgun. Eyjólfur Kristjánsson, hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir að ákveðið verði í fyrramálið hvort farið verður fram á að farbannið verði framlengt.

Tíu nýir ABC sendiherrar

ABC barnahjálpin kynnti í dag tíu nýja sendiherrra samtakanna. Þetta er gert í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna, en sendiherrunum er ætlað að kynna starfsemi samtakanna.

Von á reglum um gjafir til ráðamanna

Siðareglur alþingismanna verða settar á þessu kjörtímabili. Eins er verið að vinna að reglum um gjafir til ráðamanna í forsætisráðuneytinu. Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir gjafir einkafyrirtækja til ráðamanna verðlitlar og táknrænar.

Tillögur viðskiptaráðherra ásættanlegar

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í dag niðurstöður starfshóps sem hann skipaði í lok sumars um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku.

Á 115 km hraða á Laugavegi

Tveir karlmenn, 18 og 22 ára, voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða aðfaranótt laugardags en þeir voru staðnir að hraðakstri á Laugavegi á móts við Bolholt.

Kibaki Keníuforseti boðar Odinga til viðræðna

Forseti Keníu, Mwai Kibaki, hefur boðað andstæðing sinn, Raila Odinga til viðræðna næstkomandi föstudag. Tilgangur með viðræðunum er að binda enda á þá óöld sem ríkt hefur í landinu, en hátt í 500 manns hafa látið lífið í óeirðum eftir að úrslit forsetakosninga urðu gerð kunn 27. desember síðastliðinn.

Lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Kenía

Helsti erindreki Bandaríkjanna í Afríku hefur lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu sem blossaði upp áður en úrslit forsetakosninganna í Kenýa urðu ljós. Jendayi Frazer hefur verið í Keníu síðustu þrjá daga og fundað með Mwai Kibaki forseta og stjórnarandstöðunni. Hún segir kosningarnar ekki hafa verið nægilega gegnsæjar og ofbeldið sem fylgdi í kjölfarið ekki lýsandi fyrir þjóðina.

Sex mánaða fangelsi fyrir árás í Garðastræti

Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir alvarlega líkamsárás í Garðastræti á nýársnótt í fyrra.

Leitað að eldflaugaskotmönnum

Ísraelar hafa hert enn aðgerðir á Gaza ströndinni til þess að reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn skjóti þaðan eldflaugum og vörpusprengjum yfir landamærin.

Íranskir bátar ógna bandarískum skipum

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest fréttir CNN sjónvarpsstöðvarinnar um helgina um að íranskir hraðbátar hafi hótað þremur bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Írans. Bátarnir voru fimm og á vegum íranskra byltingarsinna hringsóluðu í kringum herskipin í tæplega 200 metra fjarlægð.

Hann er á leiðinni

Bandarískir öryggisverðir eru nú á ferð á flugi um Ísrael vegna heimsóknar Georges Bush forseta síðar í þessari viku.

Fagnar því að seðilgjöld verði felld niður

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar því að fella eigi niður seðilgjöld og væntir þess að síðari skref sem stigin verða í tengslum við gjaldtöku banka og sparisjóða verði í þágu neytenda.

Bíl ekið á ljósastaur á Skúlagötu

Bifreið ók á ljósastaur á Skúlagötu fyrir um hálftíma síðan. Tveir sjúkrabílar eru á vettvangi auk tækjabíls frá slökkviliði en ekki er vitað á þessari stundu hvort og hve margir hafi slasast í árekstrinum.

Upplýstur engill

Íslendingar eru með nokkrum rétti stoltir af því hvað þeir skjóta upp mörgum rakettum um áramótin. Voru það ekki eitthvað um 800 tonn í þetta skipti ?

Ævintýrahöll úr klaka

Það er mikið vetrarríki í Kína. Í borginni Harbin í Norðausturhluta landsins nota listamenn ísinn til þess að búa til undraveröld sem er mikið sótt af ferðamönnum ár hvert.

Hver er þessi Dabbi Grensás?

„Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“

Breski herinn vegsamar stríð

Breski herinn hefur verið sakaður um að vegsama stríð í auglýsingum sínum. Þannig beinist auglýsingar sem sýni stríðsrekstur á jákvæðan hátt að börnum allt niður í sjö ára aldur. Þetta eru niðurstöður skýrslu góðgerðarsamtakanna Joseph Rowntree sem birt var í dag.

Karl í krapinu

Nístandi kaldur og bálhvass vetrarstormur gekk yfir Kaliforníu um síðustu helgi. Vegir tepptust og skriður féllu. Rafmagn fór af húsum og ástandið var allt hið ömurlegasta.

Árni Friðriksson til loðnuleitar í dag

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar norðaustur af landinu þar sem fjögur skip hafa verið að veiðum síðan á föstudag.

Flutti þrisvar tillögu um siðareglur þingmanna

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti í þrígang tillögu á Alþingi um að settar yrðu siðareglur þingmanna - á meðan hún sat í stjórnarandstöðu. Sautján ár eru síðan Norðmenn settu slíkar reglur fyrir sína þingmenn.

Dauðadæmdum kastað fyrir björg

Hæstiréttur Írans hefur staðfest að tveir dauðadæmdir menn skuli teknir af lífi með því að kasta þeim fyrir björg. Þeir voru dæmdir fyrir að nauðga öðrum karlmönnum.

Seðilgjöld felld niður og FIT-kostnaður háður samningum

Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins leggur til að seðilgjöld verði felld niður, að takmarkanir verði á álagningu uppgreiðslugjalda og að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT-kostnað nema það hafi stoð í samningi.

Obama með tveggja tölu forskot

Bilið breikkar á milli Barack Obama og Hillary Clinton í kjöri um forsetaframbjóðenda demókrata. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Obama 13 prósenta forskot á Clinton og mælist nú með 41 prósenta fylgi fyrir kosningarnar í New Hampshire sem fara fram á morgun.

75 milljóna króna verkefni í Eþíópíu

Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa ákveðið að verja sameiginlega 75 milljónum íslenskra króna til þriggja ára verkefnis í einu fátækasta héraði Eþíópíu, Jijiga.

Letisafn opnar í Kólumbíu

Safn sem á að vekja fólk til umhugsunar um leti hefur verið opnað í Bógóta höfuðborg Kólumbíu. Á því eru sófar fyrir framan sjónvarpstæki, hengirúm og venjuleg rúm - og allt það sem tengist því þegar fólk forðast að vinna.

Íbúi í Tunguseli: Hélt að konan væri farin af stað

„Konan mín vakti mig upp en hún er komin á steypirinn, ég hélt því að allt væri farið af stað,“ segir íbúi í Tunguseli sem býr í næsta stigagangi við eldsupptökin þegar Vísir mætti í Tunguselið í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir