Innlent

Lögregla lýsir eftir 17 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hans Aðalsteini Helgasyni, 17 ára.

Hann var klæddur í gallabuxur, hvíta hettupeysu og svarta hjólabrettaskó þegar hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag.

Hans Aðalsteinn, sem er 183 sm á hæð, er snoðklipptur með dökka brodda. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×