Innlent

ÖBÍ mótmælir aukinni gjaldtöku af öryrkjum í heilbrigðiskerfinu

MYND/Hari

Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að auka gjaldtöku af öryrkjum á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum um allt að 70 prósent.

Í tilkynningu frá bandalaginu er því fagnað að fella eigi niður komugjöld barna á heilsugæslustöðvum og bent á að bandalagið telji að fella beri niður gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu í þeim tilgangi að tryggja öllum greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ákvörðun ráðherra um að hækka gjöld á aðra en börn gangi gegn þessu yfirlýsta markmiði sem finna megi í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Skorar Öryrkjabandalagið á ráðherra að endurskoða ákvörðunina og lækka eða fella niður gjaldtöku á alla sem þurfa á þjónustu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×