Innlent

„Rosa sjokk að vera tekinn"

Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kóki.
Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kóki.

Idol stjarnan, Karl Bjarni Guðmundsson eða Kalli Bjarni, segist gera ráð fyrir því að hefja afplánun næsta sumar. Þetta kom fram í viðtali við við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, í Kastljósinu í kvöld. Kalli Bjarni var tekinn með 2 kíló af kókaíni í Leifsstöð síðastliðið sumar og var dæmdur í tveggja ára fangelsi um miðjan desember. Kalli Bjarni bar fyrir dómi að hann væri burðardýr en vildi ekki segja fyrir hverja hann hefði flutt inn fíkniefnin.

„Það var rosa sjokk að vera tekinn," sagði Kalli Bjarni. Hann sagði að þegar fljótlega eftir að hann hafði verið gripinn með efnin í Leifsstöð hefði honum farið að líða illa þegar hann áttaði sig á því hvernig komið væri fyrir honum og hver staða hans í lífinu væri.

Kalli Bjarni byrjaði fyrst að nota fíkniefni 15 ára gamall og fór fljótlega að neyta kannabisefna daglega. Hann segist þó einnig hafa notað kókaín. „En maður hafði ekkert alltaf efni á því að nota það þannig að maður var líka í amfetamíni," sagði Kalli Bjarni í samtali við Ragnhildi Steinunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×