Innlent

Eldurinn slökktur og fólki bjargað með körfubíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt eld í stigagangi í Jórufelli 4 í Breiðholti. Að sögn vettvangsstjóra á staðnum var kveikt í geymslum í húsinu sem er fjölbýlishús. Að minnsta kosti tíu manns voru innandyra og var þeim bjargað út um glugga með körfubíl.

Að sögn sjónarvotts sem er á staðnum var mikill fjöldi slökkviliðsmanna á staðnum og sex slökkviliðsbílar, þar á meðal körfubíll. Húsið er fjögurra hæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×