Fleiri fréttir Fluttur með þyrlu eftir bílslys við Vík Tæplega áttræður karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virtist maðurinn missa stjórn á bílnum og fara út af þjóðveginum í lónið sem kemur úr Kerlingardalsá austan við Vík. 25.11.2007 12:44 Hitaveita tekin í notkun í Grýtubakkahreppi Tímamót urðu í Grýtubakkahreppi þegar ný hitaveita var formlega tekin í notkun. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir þetta ævintýri líkast. Heita vatnið kemur frá borholu á Reykjum í Fnjóskadal og ferðast um langan veg eða allt að 50 kílómetra. 25.11.2007 12:09 Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. 25.11.2007 11:49 Franskur vísindamaður fannst eftir leit á hálendinu Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi af frönskum vísindamanni sem fór í ferðalag um hálendið á fimmtudag til að safna GPS landmælingartækjum raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Maðurinn fannst heill á húfi klukkan hálf tvö í nótt í bíl sínum, sem hafði festst í vatni og krapa á miðri Fjallabaksleið. 25.11.2007 11:32 Hálka og snjókoma í Reykjavík Nú snjóar í Reykjavík en hálka og hálkublettir eru víða um landi. Meðal annars á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. 25.11.2007 11:12 Kasparov dæmdur í fangelsi Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær. 25.11.2007 11:07 10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið. 25.11.2007 10:59 Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu. 25.11.2007 10:53 Missti stjórn og valt á Grindavíkurvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á veginum. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og gistir nú fangageymslu. Þá var annar ökumaður, grunaður um ölvun, stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt en sá brást skjótt við og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Ekki var hann þó frárri á fæti en svo að lögreglan hljóp hann uppi og handsamaði. Hann gistir nú einnig fangageymslu. 25.11.2007 10:37 Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt. Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það. 25.11.2007 10:27 Átak gegn kynbundnu ofbeldi Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. 25.11.2007 09:44 Víða hálka Hálka og hálkublettir er víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Austur- og Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. 25.11.2007 09:35 Flugi JetX frestað vegna beyglu á búk Fresta varð flugi flugvélar JetX flugfélagsins, sem flýgur fyrir Heimsferðir, frá Halifax í nótt vegna beyglu sem uppgötvaðist á búki vélarinnar. Hún var að koma frá Kúbu með millilendingu í Halifax í Kanada á leið heim til Íslands. Í Halifax urðu menn varir við beygluna, sem mun samkvæmt heimildum fréttastofunnar vera á afturhluta vélarinnar. Allt bendir til að ekið hafi verið utan í flugvélina á flugvellinum á Kúbu. 25.11.2007 09:24 Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki. 24.11.2007 22:01 Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði í potti í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var fljótlega slökktur og er nú unnið að því að reykræsta íbúðina og blokkina. Íbúar fjölbýlishússins eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 24.11.2007 21:53 Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt. 24.11.2007 21:24 Hafna kínverskum friðargæsluliðum í Darfur Uppreisnarmenn í Darfur í Súdan hafa krafist þess að friðargæsluliðar frá Kína yfirgefi héraðið aðeins klukkutímum eftir komu 135 kínverskra verkfræðinga. Þeir komu til Darfur í dag til að undirbúa komu 26 þúsund friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. 24.11.2007 21:07 Öryggismál Dominos til endurskoðunar Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Lögreglan leitar að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun í Grafarvoginum í gær. 24.11.2007 19:49 Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI. 24.11.2007 19:35 Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst. 24.11.2007 18:42 Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum. 24.11.2007 18:26 Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt. 24.11.2007 17:46 Skógareldar ógna heimilum í Malibu Skógareldar hafa eyðilagt á annan tug heimila í Malibu í Kaliforníu í dag. Fjöldi íbúa hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem berast hratt um svæðið. Myndir sem sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýna eldtungur gleypa heimili í hlíðum Malibu en ekki er vitað hversu mörg hús hafa orðið eldinum að bráð. 24.11.2007 17:17 Tónleikum Kolbeins Ketilssonar frestað Tónleikum Kolbeins Ketilssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 17 í dag hefur verið frestað. Ástæðan eru forföll Kolbeins. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. 24.11.2007 16:44 Kasparov handtekinn í Moskvu Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn fyrr í dag í mótmælaaðgerðum í Moskvu. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. 24.11.2007 16:16 Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. 24.11.2007 15:58 Varðskip kom vélarbiluðum báti til hjálpar Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að dragnótabátnum Jóni á Hofi sem var vélarvana um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga út af Reykjanesi. Tilkynning barst til gæslunnar klukkan átta í morgun. Ellefu manna áhöfn er um borð í bátnum. Varðskip kom taug í skipið á tólfta tímanum og dregur nú bátinn í land. Búist er við að skipin verði komin til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld. 24.11.2007 14:17 Líkfundarmaður ferðaðist á eftirnafni konu sinnar Tomas Malakauskas sem fékk dóm í Líkfundarmálinu svokallaða ferðaðist hingað til lands á eftirnafni konu sinnar samkvæmt heimildum Vísis. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi haft grunsemdir um að hann væri kominn hingað til lands og hafið leit að honum á mánudag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra. 24.11.2007 13:13 Howard tapaði forsætisráðherraembætti Ástralar skiptu um forsætisráðherra í morgun. Kosið var til þings í nótt. John Howard, forsætisráðherra síðustu ellefu ára, tapaði embættinu og virðist ekki halda þingsæti sínu í þokkabót. 24.11.2007 12:58 Útlit fyrir átök í Líbanon Útlit er fyrir hörð átök í Líbanon á næstu dögum. Emil Lahoud, forseti landsins, lét af embætti í gærkvöldi og enginn skipaður í hans stað. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja nýjan forseta og hvetur Lahoud herinn til að grípa til sinna ráða. 24.11.2007 12:56 15 ára stúlka í fangaklefa með karlmönnum Fimmtán ára stúlku var nauðgað ítrekað í fangelsi í Brasilíu þar sem hún var í haldi í margar vikur fyrir þjófnað. Henni var komið fyrir í klefa með tuttugu og einum manni. Yfirmenn í fangelsinu munu hafa vitað af misnotkuninni en ekki gert neitt í málinu. 24.11.2007 12:50 Sjálfstæðiskonur funda um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sjálfstæðiskonur efndu til fundar í Valhöll í morgun um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Jóhanna sagði tíma kominn til að sýna klærnar í jafnréttismálum þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í byrjun mánaðarins. 24.11.2007 12:45 Fjarvistarsönnun kærustu Murats stenst ekki Fjarvistarsönnun Michaelu Walczuch kærustu Robert Murats sem fyrstur var grunaður í Madeleine-málinu reyndist ekki á rökum reist samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hún hefur sagst hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar Madeleine hvarf en nú segir meðlimur söfnuðarins að svo hafi ekki verið. 24.11.2007 11:33 35 létust í sprengjuárás í Pakistan Minnst 35 týndu lífi og fjölmargir særðust í tveimur sjálfsvígssprengjuárásum í Ravalpindí nærri höfuðborginni Íslamabad í Pakistan í morgun. Höfuðstöðvar pakistanska hersins eru í Ravalpindí. Önnur árásin var gerð á rútu sem var að flytja sérsveitarmenn og hin á varðstöð hersins. 24.11.2007 10:28 Forsetalaust í Líbanon Líbanar eru nú án forseta en kjörtímabili Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, lauk skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann yfirgaf því forsetahöllina í nótt. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja arftaka hans í gær og því var kjöri frestað um viku. 24.11.2007 10:21 Útlit fyrir forsætisráðherraskipti í Ástralíu Útlit er fyrir að forsætisráðherraskipti verði í Ástralíu í dag. Talning atkvæða í þingkosningum þar í landi er langt komin og benda fyrstu tölur til þess að dagar Johns Howards í embætti séu taldir. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd í ellefu ár. 24.11.2007 10:16 Sjálfstæðismenn unnu skemmdarverk á REI Skemmdarverk Sjálfstæðisflokksins á vörumerkinu REI má líklega meta á milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á bloggi sínu dag. Hann er harðorður í garð Sjálfstæðismanna og segir harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafa nánast ónýtt vörumerki REI og stórskaðað viðskiptavild Orkuveitunnar. 24.11.2007 10:12 Sex afgönsk skólabörn féllu í sjálfsvígsárás Sex skólabörn týndu lífi og níu særðust, þar af þrír ítalskir starfsmenn mannúðarsamtaka, í sjálfsvígssprengjuárás í úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Börnin voru að ganga út úr skólabyggingu nærri brú sem Ítölsku hjálparstarfsmennirnir aðstoðuðu við byggingu á. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp rétt við brúnna. 24.11.2007 10:05 Réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun Fimm til sex piltar sem réðust vopnaðir inn í verslun Dominons í Spönginni í Grafarvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað í hverfinu eftir að tilkynning barst um ránstilraun piltanna og stöðvuðu alla bíla á leið út úr Grafarvoginum. 24.11.2007 09:54 Varað við hálku Vegagerðin varar við hálku um allt land, Þá er snjóþekja víða en stórhríð í Mývatnssveit og skafrenningur víða á Austurlandi. 24.11.2007 09:35 Starfsemi hafin á Tæknivöllum Starfsemi er hafin á stærstum hluta iðnaðarsvæðis á svonefndum Tæknivöllum á Miðnesheiði. Að sögn Ríkharðs Ibsen, framkvæmdastjóra Lykil ráðgjafar, hafa 22 skemmur verið leigðar út og eftir standa þrjár skemmur. Meðal fyrirtækja á Tæknivöllum eru, ÍAV þjónusta ehf., Hringrás, Vélsmiðjan Völlur og Bílaleigan Geysir. 24.11.2007 00:01 Vopnuð ránstilraun í Spönginni Lögreglan lokaði Fjallkonuvegi á ellefta tímanum í kvöld vegna vopnaðrar ránstilraunar á pizzastaðnum Dominos í Spönginni. 24.11.2007 00:01 Íbúðaverð mun áfram hækka á næstu árum Íbúðaverð mun halda áfram að hækka á næstu árum þótt hægja muni verulega á hækkunarhraðanum. Framboð á fasteignamarkaði virðist hafa náð hámarki og mun heldur minnka á næstu árum, en háir vextir, erfiðara aðgengi að lánsfé og kólnandi vinnumarkaður munu draga úr eftirspurn á markaði næstu mánuði og ár. 23.11.2007 20:28 Bifreið eyðilagðist í eldi Eldur kviknaði í jeppabifreið sem var undir Eyjafjöllum, á leið vestur Suðurlandsveg, um hádegisbil í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina þegar hann sá rjúka upp með gírstönginni. Hann kallaði á slökkvilið úr Rangárvallarsýslunni sem kom og slökkti eldinn. Bifreiðin er talin mikið skemmd, ef ekki ónýt. 23.11.2007 21:29 Byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu og þrjú börn sín Fertugur byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu sína og þrjú börn þeirra í almenningsgarði í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Lögregluþjónar fundu líkin í gærkvöld við eftirlit í garðinum. Börnin voru á leið til föður síns þegar hann framdi voðaverkið og ætluðu að dvelja hjá honum um stund. Hjónin skildu árið 2005 eftir stormasamt hjónaband og mikið heimilisofbeldi. 23.11.2007 22:10 Sjá næstu 50 fréttir
Fluttur með þyrlu eftir bílslys við Vík Tæplega áttræður karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virtist maðurinn missa stjórn á bílnum og fara út af þjóðveginum í lónið sem kemur úr Kerlingardalsá austan við Vík. 25.11.2007 12:44
Hitaveita tekin í notkun í Grýtubakkahreppi Tímamót urðu í Grýtubakkahreppi þegar ný hitaveita var formlega tekin í notkun. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir þetta ævintýri líkast. Heita vatnið kemur frá borholu á Reykjum í Fnjóskadal og ferðast um langan veg eða allt að 50 kílómetra. 25.11.2007 12:09
Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. 25.11.2007 11:49
Franskur vísindamaður fannst eftir leit á hálendinu Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi af frönskum vísindamanni sem fór í ferðalag um hálendið á fimmtudag til að safna GPS landmælingartækjum raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Maðurinn fannst heill á húfi klukkan hálf tvö í nótt í bíl sínum, sem hafði festst í vatni og krapa á miðri Fjallabaksleið. 25.11.2007 11:32
Hálka og snjókoma í Reykjavík Nú snjóar í Reykjavík en hálka og hálkublettir eru víða um landi. Meðal annars á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. 25.11.2007 11:12
Kasparov dæmdur í fangelsi Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær. 25.11.2007 11:07
10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið. 25.11.2007 10:59
Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu. 25.11.2007 10:53
Missti stjórn og valt á Grindavíkurvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á veginum. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og gistir nú fangageymslu. Þá var annar ökumaður, grunaður um ölvun, stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt en sá brást skjótt við og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Ekki var hann þó frárri á fæti en svo að lögreglan hljóp hann uppi og handsamaði. Hann gistir nú einnig fangageymslu. 25.11.2007 10:37
Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt. Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það. 25.11.2007 10:27
Átak gegn kynbundnu ofbeldi Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. 25.11.2007 09:44
Víða hálka Hálka og hálkublettir er víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Austur- og Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. 25.11.2007 09:35
Flugi JetX frestað vegna beyglu á búk Fresta varð flugi flugvélar JetX flugfélagsins, sem flýgur fyrir Heimsferðir, frá Halifax í nótt vegna beyglu sem uppgötvaðist á búki vélarinnar. Hún var að koma frá Kúbu með millilendingu í Halifax í Kanada á leið heim til Íslands. Í Halifax urðu menn varir við beygluna, sem mun samkvæmt heimildum fréttastofunnar vera á afturhluta vélarinnar. Allt bendir til að ekið hafi verið utan í flugvélina á flugvellinum á Kúbu. 25.11.2007 09:24
Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki. 24.11.2007 22:01
Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði í potti í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var fljótlega slökktur og er nú unnið að því að reykræsta íbúðina og blokkina. Íbúar fjölbýlishússins eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 24.11.2007 21:53
Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt. 24.11.2007 21:24
Hafna kínverskum friðargæsluliðum í Darfur Uppreisnarmenn í Darfur í Súdan hafa krafist þess að friðargæsluliðar frá Kína yfirgefi héraðið aðeins klukkutímum eftir komu 135 kínverskra verkfræðinga. Þeir komu til Darfur í dag til að undirbúa komu 26 þúsund friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. 24.11.2007 21:07
Öryggismál Dominos til endurskoðunar Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Lögreglan leitar að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun í Grafarvoginum í gær. 24.11.2007 19:49
Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI. 24.11.2007 19:35
Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst. 24.11.2007 18:42
Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum. 24.11.2007 18:26
Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt. 24.11.2007 17:46
Skógareldar ógna heimilum í Malibu Skógareldar hafa eyðilagt á annan tug heimila í Malibu í Kaliforníu í dag. Fjöldi íbúa hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem berast hratt um svæðið. Myndir sem sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýna eldtungur gleypa heimili í hlíðum Malibu en ekki er vitað hversu mörg hús hafa orðið eldinum að bráð. 24.11.2007 17:17
Tónleikum Kolbeins Ketilssonar frestað Tónleikum Kolbeins Ketilssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 17 í dag hefur verið frestað. Ástæðan eru forföll Kolbeins. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. 24.11.2007 16:44
Kasparov handtekinn í Moskvu Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn fyrr í dag í mótmælaaðgerðum í Moskvu. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. 24.11.2007 16:16
Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. 24.11.2007 15:58
Varðskip kom vélarbiluðum báti til hjálpar Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að dragnótabátnum Jóni á Hofi sem var vélarvana um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga út af Reykjanesi. Tilkynning barst til gæslunnar klukkan átta í morgun. Ellefu manna áhöfn er um borð í bátnum. Varðskip kom taug í skipið á tólfta tímanum og dregur nú bátinn í land. Búist er við að skipin verði komin til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld. 24.11.2007 14:17
Líkfundarmaður ferðaðist á eftirnafni konu sinnar Tomas Malakauskas sem fékk dóm í Líkfundarmálinu svokallaða ferðaðist hingað til lands á eftirnafni konu sinnar samkvæmt heimildum Vísis. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi haft grunsemdir um að hann væri kominn hingað til lands og hafið leit að honum á mánudag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra. 24.11.2007 13:13
Howard tapaði forsætisráðherraembætti Ástralar skiptu um forsætisráðherra í morgun. Kosið var til þings í nótt. John Howard, forsætisráðherra síðustu ellefu ára, tapaði embættinu og virðist ekki halda þingsæti sínu í þokkabót. 24.11.2007 12:58
Útlit fyrir átök í Líbanon Útlit er fyrir hörð átök í Líbanon á næstu dögum. Emil Lahoud, forseti landsins, lét af embætti í gærkvöldi og enginn skipaður í hans stað. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja nýjan forseta og hvetur Lahoud herinn til að grípa til sinna ráða. 24.11.2007 12:56
15 ára stúlka í fangaklefa með karlmönnum Fimmtán ára stúlku var nauðgað ítrekað í fangelsi í Brasilíu þar sem hún var í haldi í margar vikur fyrir þjófnað. Henni var komið fyrir í klefa með tuttugu og einum manni. Yfirmenn í fangelsinu munu hafa vitað af misnotkuninni en ekki gert neitt í málinu. 24.11.2007 12:50
Sjálfstæðiskonur funda um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sjálfstæðiskonur efndu til fundar í Valhöll í morgun um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Jóhanna sagði tíma kominn til að sýna klærnar í jafnréttismálum þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í byrjun mánaðarins. 24.11.2007 12:45
Fjarvistarsönnun kærustu Murats stenst ekki Fjarvistarsönnun Michaelu Walczuch kærustu Robert Murats sem fyrstur var grunaður í Madeleine-málinu reyndist ekki á rökum reist samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hún hefur sagst hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar Madeleine hvarf en nú segir meðlimur söfnuðarins að svo hafi ekki verið. 24.11.2007 11:33
35 létust í sprengjuárás í Pakistan Minnst 35 týndu lífi og fjölmargir særðust í tveimur sjálfsvígssprengjuárásum í Ravalpindí nærri höfuðborginni Íslamabad í Pakistan í morgun. Höfuðstöðvar pakistanska hersins eru í Ravalpindí. Önnur árásin var gerð á rútu sem var að flytja sérsveitarmenn og hin á varðstöð hersins. 24.11.2007 10:28
Forsetalaust í Líbanon Líbanar eru nú án forseta en kjörtímabili Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, lauk skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann yfirgaf því forsetahöllina í nótt. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja arftaka hans í gær og því var kjöri frestað um viku. 24.11.2007 10:21
Útlit fyrir forsætisráðherraskipti í Ástralíu Útlit er fyrir að forsætisráðherraskipti verði í Ástralíu í dag. Talning atkvæða í þingkosningum þar í landi er langt komin og benda fyrstu tölur til þess að dagar Johns Howards í embætti séu taldir. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd í ellefu ár. 24.11.2007 10:16
Sjálfstæðismenn unnu skemmdarverk á REI Skemmdarverk Sjálfstæðisflokksins á vörumerkinu REI má líklega meta á milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á bloggi sínu dag. Hann er harðorður í garð Sjálfstæðismanna og segir harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafa nánast ónýtt vörumerki REI og stórskaðað viðskiptavild Orkuveitunnar. 24.11.2007 10:12
Sex afgönsk skólabörn féllu í sjálfsvígsárás Sex skólabörn týndu lífi og níu særðust, þar af þrír ítalskir starfsmenn mannúðarsamtaka, í sjálfsvígssprengjuárás í úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Börnin voru að ganga út úr skólabyggingu nærri brú sem Ítölsku hjálparstarfsmennirnir aðstoðuðu við byggingu á. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp rétt við brúnna. 24.11.2007 10:05
Réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun Fimm til sex piltar sem réðust vopnaðir inn í verslun Dominons í Spönginni í Grafarvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað í hverfinu eftir að tilkynning barst um ránstilraun piltanna og stöðvuðu alla bíla á leið út úr Grafarvoginum. 24.11.2007 09:54
Varað við hálku Vegagerðin varar við hálku um allt land, Þá er snjóþekja víða en stórhríð í Mývatnssveit og skafrenningur víða á Austurlandi. 24.11.2007 09:35
Starfsemi hafin á Tæknivöllum Starfsemi er hafin á stærstum hluta iðnaðarsvæðis á svonefndum Tæknivöllum á Miðnesheiði. Að sögn Ríkharðs Ibsen, framkvæmdastjóra Lykil ráðgjafar, hafa 22 skemmur verið leigðar út og eftir standa þrjár skemmur. Meðal fyrirtækja á Tæknivöllum eru, ÍAV þjónusta ehf., Hringrás, Vélsmiðjan Völlur og Bílaleigan Geysir. 24.11.2007 00:01
Vopnuð ránstilraun í Spönginni Lögreglan lokaði Fjallkonuvegi á ellefta tímanum í kvöld vegna vopnaðrar ránstilraunar á pizzastaðnum Dominos í Spönginni. 24.11.2007 00:01
Íbúðaverð mun áfram hækka á næstu árum Íbúðaverð mun halda áfram að hækka á næstu árum þótt hægja muni verulega á hækkunarhraðanum. Framboð á fasteignamarkaði virðist hafa náð hámarki og mun heldur minnka á næstu árum, en háir vextir, erfiðara aðgengi að lánsfé og kólnandi vinnumarkaður munu draga úr eftirspurn á markaði næstu mánuði og ár. 23.11.2007 20:28
Bifreið eyðilagðist í eldi Eldur kviknaði í jeppabifreið sem var undir Eyjafjöllum, á leið vestur Suðurlandsveg, um hádegisbil í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina þegar hann sá rjúka upp með gírstönginni. Hann kallaði á slökkvilið úr Rangárvallarsýslunni sem kom og slökkti eldinn. Bifreiðin er talin mikið skemmd, ef ekki ónýt. 23.11.2007 21:29
Byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu og þrjú börn sín Fertugur byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu sína og þrjú börn þeirra í almenningsgarði í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Lögregluþjónar fundu líkin í gærkvöld við eftirlit í garðinum. Börnin voru á leið til föður síns þegar hann framdi voðaverkið og ætluðu að dvelja hjá honum um stund. Hjónin skildu árið 2005 eftir stormasamt hjónaband og mikið heimilisofbeldi. 23.11.2007 22:10