Fleiri fréttir

Varað við bjartsýni

Ísraelar og Palestínumenn hafa ekki náð samkomulagi um dagskrá friðarráðstefnu í Maryland í Bandaríkjunum í næstu viku. Ríki Arababandalagsins boðuðu flest komu sína í dag og allt er nú reynt til að tryggja að Sýrlendingar mæti.

Sagður þurfa kraftaverk

John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi.

Davíð kallaði framsóknarmenn veimiltítur

Ný útgáfa að fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar dagaði uppi eftir leynifund Guðna Ágústssonar þáverandi varaformanns Framsóknarflokksins með forseta Íslands, þar sem fram kom að forsetinn myndi óhikað og afdráttarlaust hafna frumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Guðna.

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu.

IKEA innkallar eitraðar dýnur

IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar.

Einkaþotur háværari en farþegavélar

Einkaþota gefur frá sér meiri hávaða en farþegaflugvél þegar horft er til lendingar. Kvörtunum vegna hávaða frá Reykjavíkurflugvelli fer fjölgandi.

Sádi-Arabar taka þátt í friðarráðstefnu

Sádi-Arabar segjast munu taka þátt í friðarráðstefnu Miðausturlanda sem fram fer í Annapolis í Bandaríkjunum í næstu viku. Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði að hann myndi fara á ráðstefnuna í Maryland, en að það yrðu engar „leiksýningar“ með ísraelskum embættismönnum.

Lögregla truflaði sýningu hryllingsmyndar

Lögregla fékk tilkynningu í dag frá manni sem hélt að nágrannar sínir væru í neyð staddir inni í íbúð sinni. Lögreglan brást skjótt við en þegar barið var á dyr hjá fólkinu sem óttast var um, kom kona á þrítugsaldri til dyra og furðaði sig mjög á þessari heimsókn lögreglunnar.

Háskóli Íslands hyggst stórefla matvælarannsóknir

Háskóli Íslands stefnir að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi, samkvæmt samstarfssamningi sem HÍ og Matís hafa undirritað.

Starfsmenntaverðlaunin 2007 afhent

Icelandair, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir hlutu Starfsmenntaverðlaunin 2007 sem afhent voru í húsi BSRB á fimmta tímanum í dag.

Helgi í Góu dæmdur til að greiða 200 þúsund í sekt

Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, oft kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi.

Ekki stjórnarfundur hjá OR fyrr en í næstu viku

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ekki verði boðað til stjórnarfundar í Orkuveitunni fyrr en í næstu viku til þess að ræða málefni REI.

Skjárinn segir upp 13 manns

Skjárinn, sem rekur meðal annars SkjáEinn, hyggst segja upp 13 fastráðnum starfsmönnum sem starfað hafa við framleiðslu á innlendu efni og hyggst í staðinn semja við framleiðslufyrirtæki um innlenda framleiðslu fyrirtækisins.

Brúðkaup blásið af vegna skalla

Indverskur maður var laminn af tilvonandi eiginkonu sinni og tengdafjölskyldu eftir að þau komust að því að hann hafði fallið skalla með hárkollu. Prabir Das frá Assam á Indlandi sagði lögreglu að kærastan hefði rifið hárkolluna af honum eftir kvöldverð og ráðist á hann fyrir að fela kollinn.

Tvísköttunarsamningur gerður við Indverja

Árni Mathiesen fjármálaráðherra undirritaði í dag ásamt starfsbróður sínum á Indlandi samning milli landanna til þess að koma í veg fyrir tvísköttun.

Guðmundur í Byrginu kærir þjófnað

Guðmundur Jónsson, kenndur við líknarfélagið Byrgið, kærði í byrjun nóvember þjófnað á munum sem hann segir tilheyra Byrginu. Kæran kom í kjölfarið á því að karlmaður fór upp á Efri-Brú, þar sem Byrgið var rekið áður en því var lokað vegna gruns um fjármálamisferli, og fékk afhenta muni og varning sem þar var geymdur í læstri geymslu.

Asíuríki reyna að ná samkomulagi í loftlagsmálum

Leiðtogar Asíuríkja reyna að stilla saman strengi sína fyrir ráðstefnu um loftslagsmál sem hefst á Balí í Indónesíu í næsta mánuði. Sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum segir mikilvægt að ríki álfunnar taki þátt í umræðunum á Balí af fulltri alvöru svo árangur náist.

Það er dýrt að fyll´ann

25 ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi í tveggja mánaða fangelsi fyrir að dæla bensíni á bíl sinn og aka á brott án þess að borga.

Tíu látnir í sprengjuárásum á Indlandi

Að minnsta kosti tíu týndu lífi og fjölmargir særðust þegar þrjár sprengjur sprungu nær samtímis í dómshúsum í þremur borgum í norðurhluta Indlands í morgun.

Ungur innbrotsþjófur dæmdur

Þrír karlmenn, á aldrinum 17 til 23 ára voru í dag dæmdir fyrir nokkur innbrot sem þeir frömdu fyrr á þessu ári. Mennirnir rændu meðal annars flatskjám, fartölvum og stafrænum myndavél. Einn mannana var aðeins 16 ára gamall þegar brotin voru framin,

Mikilvægt að leiða mál REI til lykta sem fyrst

„Þetta er niðurstaðan og ég held að það felist í orðanna hljóðan að í samkomulagi geti báðir aðilar unað við sitt,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest, um það samkomulag sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gert við hann og Jón Diðrik Jónsson.

Sköðuðust ekki í eiturefnaleka í Írafossi

Öll sex manna áhöfn flutningaskipsins Írafoss var flutt til skoðunar á eiturefnadeild Landsspítalans í gærkvöldi, eftir að eitruð efni bárust inn í vistarverur skipverja. Engin skaðaðist varanlega.

Bjarni stjórnarformaður REI til áramóta

Orkuveita Reykjavíkur annars vegar og eignarhaldsfélög Bjarna Ármannssonar og Jóns Diðriks Jónssonar hins vegar hafa komist að samkomulagi um að Orkuveitan kaupi aftur það hlutafé í Reykjavik Energy Invest sem þau lögðu inn í félagið í september síðastliðnum.

Línubátar með pokabeitu afla tvöfalt meira en aðrir

Línubátar sem gera út við Húnaflóann og nota pokabeituna frá Súðavík afla tvöfalt meir en þeir bátar sem nota hefðbundna beitu. Þeir sem nota pokabeituna fá að jafnaði 300 kg á balann en þeir sem nota hefðbundna beitu fá 150 kg að meðaltali.

Öllum bjargað af sökkvandi skipi

Búið er að bjarga meira en 150 farþegum og áhöfn skemmtiferðaskips eftir að það sigldi á ísjaka við suðurheimskautssvæðið í morgun. Um borð voru 100 farþegar og 54 áhafnarmeðlimir sem voru ferjaðir með björgunarbátum í annað skip.

Guðbrandur frá MS til Auðhumlu

Guðbrandur Sigurðsson hættir sem forstjóri Mjólkursamsölunnar um næstu áramót en heldur áfram sem forstjóri Auðhumlu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögun. Magnús Ólafsson tekur við forstjórastarfu hjá MS í stað Guðbrands. Magnús var um árabil forstjóri Osta- og smjörsölunnar og síðar aðstoðarforstjóri MS.

Ár frá andláti Litvinenkos

Ár er í dag frá því að fyrrverrandi njósnari KGB, Alexander Litvinenko, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa verið byrlað geislavirkt efni.

Nýr framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna

Pétur Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 31. janúar. Hann tekur við af Sveini Skúlasyni sem gegnt hefur starfi forstjóra í tæp 10 ár en hefur nú ákveðið að hætta.

Eiturefni bárust inn í vistarverur skipverja

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með töluverðan viðbúnað í gærkvöld eftir að eiturefni í lestum flutningaskips í Sundahöfn bárust inn í vistarverur skipverja.

Danski ráðherrakapallinn liggur fyrir

Karen Jespersen, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og nú þingmaður Venstre, verður ráðherra velferðarmála í nýrri ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem kynnt var í dag.

Unglingsstúlka vistuð í karlafangelsi

Brasíliska þjóðin er slegin yfir fréttum þess efnis að aðeins 15 ára stúlka þar í landi var sett í fangaklefa með yfir 20 karlmönnum og haldið þar í mánuð.

Í fullri vinnu við bjórsmökkun

Helen Moores starfsmaður Tesco stórmarkaðakeðjunnar í Bretlandi segir að hún hafi besta starf í heimi en hún er aðalbjórsmakkari Tesco.

Hafís óvenju nálægt landinu

Gisinn hafís er óvenju nálægt landi norður af Straumnesi. Þetta kom í ljós í ísflugi Landhelgisgæslunnar í gær.

Sjá næstu 50 fréttir